Greinasafn fyrir flokkinn: 2016
Uppfærslur á vef
Síðustu daga hef ég verið að uppfæra vefinn og bæta upplýsingum undir ýmsa flipa hans. Þar má sérstaklega nefna nýjar upplýsingar sem eru komnar undir flipann „Skóli – heimili“ og undir einstök tungumál. Ný útgáfa af stöðumati er komin undir … Halda áfram að lesa
Að velja hugtök til að læra og skilja
Nemendur og kennarar þurfa oft að velja mikilvægustu hugtök námsefnis til að læra, kenna og skilja. Eftir að hafa rætt og útskýrt hugtakið er gott að vinna aðeins með það, setja það inn í hugtaka kort eða á þann hátt … Halda áfram að lesa
Nýr tengill með jólatengdu efni
Hér til hægri á síðunni er kominn nýr tengill, Fróðleikur og verkefni tengd jólum, og á næstu vikum mun ég setja þar undir ýmis verkefni, texta og fróðleik um jól og jólasiði.
Verkefni – Dýrin okkar
Undir flipann Námsefni fyrir byrjendur er nú komið nýtt verkefni um dýraheiti. Dýramyndir eru límdar upp á spjöld og nöfnin á hverju dýri skrifuð aftan á. Nemendur geta síðan parað saman nöfn dýranna á móðurmáli allra nemenda bekkjarins. Síðan má … Halda áfram að lesa
Orðalisti á íslensku, ensku og arabisku
Var að setja orðalista um mannslíkamann á íslensku, ensku og arabisku undir flipann „Aðlagað námsefni„. Listinn tekur mið af orðaforða bókarinnar „Mannslíkaminn, litróf náttúrunnar“ sem Námsgagnastofnun gaf út árið 2011 og er víða kennd í 9. bekk.
Nýtt fréttabréf, september 2016
Nú hafa allir leik- og grunnskólakennarar á Akureyri fengið senda slóð að fyrsta fréttabréfi skólaársins 2016 – 2017. Þar er m.a. sagt frá trúarhátíð muslima, Eid Al-Adha, sem nú ber upp á 12. september. Einnig er bent á aðlagað námsefni … Halda áfram að lesa
Pólskur og íslenskur orðaforði leikskólabarna
Alltaf bætist aðeins flokk ritgerða og rannsókna um tvítyngda nemendur. Aneta Figlarska skrifaði meistararitgerð við menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar einkenni málumhverfis tvítyngdra barna, sem hafa pólsku sem móðurmál, heima og í leikskóla. Ritgerðin er opin í Skemmunni … Halda áfram að lesa
Skýrsla um vetrarstarfið
Undir hlekkinn skýrslur hér til hægri á síðunni er nú komin skýrsla yfir starf mitt skólaárið 2015-2016. Þar eru t.d. upplýsingar um móttöku sýrlenskra nemenda í grunnskóla bæjarins, fjöldatölur tvítyngdra nemenda o.fl.
Alþjóðlegur dagur flóttamanna
Alþjóðlegur dagur flóttamanna er 20. júní og hafa Sameinuðu þjóðirnar minnst þess dags síðan árið 2000. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir haft stöðu flóttafólks í heiminum og einmitt núna. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015 um málefni flóttamanna … Halda áfram að lesa
Svífðu litla, létta blað – nýtt fréttabréf!
Nú hefur nýtt fréttabréf verið sent til allra sem starfa við leik- og grunnskóla bæjarins. Þar er m.a. að finna fjölmenningarlegan leik sem má nýta bæði með börnum og fullorðnum og fróðleiksmola um ramadan hjá muslimum. Fréttabréfið má Sjá hér