Um íslensku jólasveinana á sænsku

HÉR er slóð á facebooksíðu Sendiráðs Íslands í Stokkhólmi en þar má finna upplýsingar um íslensku jólasveinana á sænsku.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Um íslensku jólasveinana á sænsku

Orðaleikur

HÉR er hlekkur, beint inn á vef Orðaleiks. Þar er að finna kennsluleiðbeiningar, rafbækur með þematengdum orðasöfnum, góðar myndir til að nota til samræðu um daglegt líf og ýmislegt fleira gagnlegt.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Orðaleikur

Orðaleikur: Nýtt námsefni sem ætlað er leikskólabörnum

MSHA býður upp á kynningu á námsefninu Orðaleik, sem er ætlað leikskólabörnum sem læra íslensku sem annað mál. Kynningin verður haldin í Háskólanum á Akureyri, 23. október  kl. 15:15 – 17:00 í stofu M101. Skráning  á kynningu eða til að fylgjast með í gegnum vef er hér.
Námsefnið samanstendur af:
* Handbók um orðaforðakennslu fyrir leikskólakennara
* Myndasafni af grunnorðaforða íslenskunnar með sérstakri áherslu á þau orð sem koma
fyrir í umhverfi leikskólabarna
* Kennsluleiðbeiningum
* Rafrænu verkefnasafni sem getur bæði nýst í leikskólanum og heima

Námsefnið er aðgengilegt á vef, notendum að kostnaðarlausu

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Orðaleikur: Nýtt námsefni sem ætlað er leikskólabörnum

Orðalisti á ítölsku/íslensku

Nýr orðalisti á ítölsku/íslensku með nokkrum algengum hugtökum um skólastarf og samskipti fyrstu dagana í nýju umhverfi. Listinn er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Orðalisti á ítölsku/íslensku

Skýrsla um skólaárið 2018-2019

Nú er þegar skólaárið 2018-2019 er liðið hef ég tekið saman skýrslu um helstu störf og verkefni sem ég hef sinnt. Um leið þakka ég fyrir ánægjuleg samskipti í vetur og vona að allir njóti sumardaganna sem bíða okkar næstu vikur. Skýrsluna má lesa hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Skýrsla um skólaárið 2018-2019

Íslenskt málumhverfi á sumrin

Nú  líður senn að lokum skólaársins og frjálsræði sumarsins tekur við. Það er mikilvægt að nemendur okkar sem eru að læra íslensku hafi áfram tækifæri til að vera í íslensku málumhverfi, þó að skólans njóti ekki við. Það er því gott að hvetja bæði börn og foreldra til þátttöku í íþróttanámskeiðum eða annarri afþreyingu sem er í boði á sumrin. Hér er listi yfir ýmis námskeið sem einhverjir geta hugsanlega nýtt sér (sérstakur kafli í skjali um sumarnámskeið og sumarbúðir). Sjá nánar hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Íslenskt málumhverfi á sumrin

Ramadan 2019

Föstumánuður muslima, ramadan, hefst að þessu sinni mánudaginn 6. maí og lýkur þriðjudaginn 4. júní. Hátíðisdagur í föstulok, Eid al Fitr verður miðvikudaginn 5. júní. Samkvæmt muslimsku tímatali  er ramadan 9. mánuður ársins alltaf á sama tíma en það er vegna þess að það fylgir tunglárinu en gregorískt tímatal fylgir gangi sólar. Því færist ramadan til í okkar dagatali um 11 – 13 daga ár hvert.
Síðasti dagur ramadan nefnist Eid al-Fitr. Orðið Eid þýðir hátíð og orðið Fitr merkir „að brjóta“ og síðasta dag ramadan er hátíð þess að fastan er rofin og það er dagurinn til að láta af öllum slæmum siðum og venjum.  Fyrir Eid al-Fitr fá krakkar gjarnan ný föt og það eru gefnar gjafir, svo þetta er líka mikill hátíðisdagur hjá öllum. Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Ramadan 2019

Um Al-Asma’i

Fyrir stuttu heyrði ég ljóð á arabisku sem heitir Rödd næturgalans. Þetta ljóð er fullt af tungubrjótum og orðum sem eru erfið í framburði. Höfundur þess er Al-Asma’i en hann fæddist í Basrah í Írak árið 740 og dó þar árið 828. Hann var heimspekingur, náttúrufræðingur, skáld og málfræðingur sem hafði einstaka þekkingu á klassískri arabísku.
Með ljóðinu fylgdi saga um hvernig það varð til og er hún mjög skemmtileg.
Verkefni sem sameinar ensku, íslensku og arabísku um ljóðið um næturgalann má finna hér.
Sýrlenskur nemandi las þetta ljóð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar þann 20. mars og stóð sig með mikilli prýði.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Um Al-Asma’i

Heimsókn á Amtsbókasafnið

Eins og margir aðrir lagði ég leið mína á Amtsbókasafnið á alþjóðlegum degi móðurmálsins þann 21. febrúar. Gaman að sjá hve margir voru þar til þess að kynna tungumál sitt, svara spurningum og blanda geði. Skemmtilegt framtak hjá safninu og ég tók nokkrar myndir til að fanga stemninguna. Sjá hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Heimsókn á Amtsbókasafnið

Nýr fjölmenningarvefur

Kópavogsbær hefur nú opnað nýjan vef, sem er hugsaður sem gagnabanki fyrir kennara sem starfa með nemendum sem hafa íslensku sem annað mál. Þar má finna mörg skemmtileg verkefni og krækjur í ýmsar áttir. Sjá vefinn hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nýr fjölmenningarvefur