Stoðþjónusta grunnskólanna

Caring Hands Clip Art (Page 1) - Line.17QQ.com

Í skjölunum hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um stoðþjónustu grunnskólanna á íslensku, ensku, pólsku og tailensku. Þar má nefna stoðkerfi innan hvers skóla og skólaþjónustu fræðslusviðs, PMTO námskeið fyrir foreldra og sérskóla bæjarins.
Íslenskaenskapólskatailenska.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Stoðþjónusta grunnskólanna

Námskeið um stöðumat erlendra nemenda í haust

Í mars árið 2020 ætluðum við hér á fræðslusviði að standa fyrir námskeiði um stöðumat erlendra nemenda á móðurmáli sínu. Vegna takmarkana á samkomuhaldi hefur námskeiðinu nú verið frestað í þrígang en ný dagsetning hefur verið sett niður en það er 31. ágúst n.k. Skólastjórnendur hafa fengið upplýsingar um þetta mikilvæga námskeið fyrir kennara – en best er að fjórir til fimm komi frá hverjum skóla.
Það eru kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg sem hafa þýtt efnið úr sænsku og kynna notkun þess.
Vona að allt gangi að óskum í þessari tilraun og alltaf gott að hafa námskeið í upphafi nýs skólaárs1

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Námskeið um stöðumat erlendra nemenda í haust

Upplýsingar um grunnskóla Akureyrarbæjar – uppfærðar 2021

Pencil Clip Art Borders School (Page 1) - Line.17QQ.com

Upplýsingar um starf grunnskólanna á Akureyri hafa nú verið uppfærðar, með tilliti til breytinga á gjaldskrám í frístund og í mötuneyti sem urðu um áramót 2020/21 og breytinga á stjórnendum skólanna. Einnig er búið að uppfæra breytingar á frístundastyrk. Hér eru upplýsingar á ensku, pólsku og tailensku.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um grunnskóla Akureyrarbæjar – uppfærðar 2021

Þátttaka barna og unglinga af erlendum uppruna í íþróttum

Á vef UMFÍ er að finna ýmsar upplýsingar fyrir foreldra og ungmenni af erlendum uppruna um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má t.d. nefna uplýsingar um æfingagjöld og frístundastyrki, þátttöku foreldra o.fl. Auk íslenskunnar er efnið til á nokkrum tungumálum sem hér eru hlekkir á: íslenskaenskapólskavíetnamskafilippeyskalitháískatailenska arabiska

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Þátttaka barna og unglinga af erlendum uppruna í íþróttum

Upplýsingamiðlun á milli grunnskóla og framhaldsskóla

Oft hefur verið rætt um upplýsingamiðlun á milli grunn- og framhaldsskóla; hvaða upplýsingar eigi að berast á milli, með hvaða hætti og hvernig sé þá hugað að persónuvernd. Nú hafa verið útbúin nokkur skjöl til að nota til upplýsingamiðlunar og ég set hér inn skjal, sem sérstaklega er hugsað fyrir erlenda nemendur og forráðamenn þeirra. Skólaskil erlendra nemenda og Samþykki fyrir miðlun upplýsinga

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingamiðlun á milli grunnskóla og framhaldsskóla

Merkisdagar framundan! Upplýsingar á ensku, pólsku og einfaldri íslensku

Nú eru ýmsir merkisdagar framundan; bolludagur, sprengidagur og öskudagur, auk þess sem nú er þorri með tilheyrandi þorrablótum og þorramat. Síðan tekur konudagur og góa við – að ógleymdum sumardeginum fyrsta í apríl. Nú höfum við nokkrar tekið saman upplýsingar um þessa daga sem eru komnar á ensku, pólsku, arabísku og einfalda íslensku.
arabískapólskaenska einföld íslenska

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Merkisdagar framundan! Upplýsingar á ensku, pólsku og einfaldri íslensku

Stöðumat fyrir erlenda nemendur

Nú er stöðumat fyrir erlenda nemendur, sem unnið hefur verið að og þýtt úr sænsku, aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar. Þar er það vistað undir flipanum próf og mat. Efnið er ætlað nemendum grunn- og framhaldsskóla en unnið er að stöðumati fyrir nemendur leikskólastigs.
Námskeið um fyrirlögn stöðumatsins fyrir kennara á Akureyri og nágrenni hefur verið fyrirhugað lengi og frestað tvisvar vegna fjöldatakmarkana. Nú er námskeiðið fyrirhugað í mars og verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Hér er hlekkur á stöðumatið á vefsíðu Menntamálastofnunar

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Stöðumat fyrir erlenda nemendur

Íslenskir jólasiðir á mörgum tungumálum

Set hérna tengil frá Reykjavíkurborg um íslenska jólasiði á mörgum tungumálum. Þar segir m.a. frá jólasveinunum og foreldrum þeirra.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Íslenskir jólasiðir á mörgum tungumálum

Upplestur á aðventusögunni um Anton á hlaðvarpi

Christmas Boy Cliparts - Cliparts Zone


Bókasafn Hafnarfjarðar er nú búið að lesa inn hvern kafla af aðventusögunni um jólaálfinn Anton, sem vill ekki deila jólunum með neinum og setja inn á hlaðvarp. Skemmtilegur og líflegur upplestur hjá þeim!
Hér er slóð að upplestrinum

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplestur á aðventusögunni um Anton á hlaðvarpi

Íslenska fyrir Pólverja

Radek Duziak hefur búið á Íslandi í fyrir 20 ár og hefur stundað háskólanám síðustu ár, bæði hér og við hollenskan háskóla. Hann hefur einnig oft unnið fyrir okkur sem túlkur. Nú hefur hann gert myndbönd um íslenskukennslu fyrir Pólverja. Hann býður upp á frjálsan aðgang að fyrstu myndböndunum og nú eru þau tvö fyrstu komin á netið, þar sem rætt er um íslenskar sagnir og lýsingarorð. Í næstu viku birtir Radek myndband númer þrjú á netinu.
Hér er hlekkurinn og endilega kynnið þetta fyrir pólskum nemendum. Til hamingju Radek!

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Íslenska fyrir Pólverja