Nýr fjölmenningarvefur

Kópavogsbær hefur nú opnað nýjan vef, sem er hugsaður sem gagnabanki fyrir kennara sem starfa með nemendum sem hafa íslensku sem annað mál. Þar má finna mörg skemmtileg verkefni og krækjur í ýmsar áttir. Sjá vefinn hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nýr fjölmenningarvefur

Gefðu 10! Góð ráð til að auka samskipti og samræðu

Fríða Bjarney Jónsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur var að senda út veggspjald og leiðbeiningarbækling, Gefðu 10!  Þar er bent á aðferðir og leiðir til að auka samræðu og samskipti við fjöltyngd börn sem eru að læra íslensku sem annað mál. Efnið er ætlað leikskólastigi en það er sjálfsagt að nota það með yngstu bekkjum grunnskólans og hafa þessa leið í huga fyrir alla nemendur sem þurfa á jákvæðri athygli og hvatningu að halda.
Hér er veggspjaldið
Hér er bæklingurinn

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gefðu 10! Góð ráð til að auka samskipti og samræðu

Umræður og verkefni tengd alþjóðlegum degi móðurmálsins

Ég setti saman nokkra punkta fyrir kennara til að nýta sér í umræðu og vinnu með nemendum um móðurmál og tungumál heimsins. Þessa punkta má finna hér
Það er upplagt að nýta tækifæri eins og alþjóðlegan dag móðurmáls til að vekja umræður um tungumál – bæði okkar móðurmál og annarra nemenda okkar.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Umræður og verkefni tengd alþjóðlegum degi móðurmálsins

Alþjóðadagur móðurmálsins er 21. febrúar

Alþjóðadagur móðurmálsins er 21. febrúar. Móðurmál er hluti af menningu okkar og sjálfsmynd, sem einstaklinga og þjóða. Tungumál heims eru margvísleg og mörg þeirra framandi og alls ókunn þeim sem búa í ólíkum heimshlutum. Það er gaman að leyfa nemendum að hlusta á framandi tungumál og skoða ritmál sem við skiljum engan veginn. Hér eru sögur á framandi tungumálum með íslenskum þýðingum sem Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að því að þýða fyrir vetrarhátíð árið 2005.

Arabísk saga með íslenskri þýðingu:
Slangan og fiskurinn
Japönsk saga með íslenskri þýðingu:
Mýsnar í Sumo
Kínversk saga með íslenskri þýðingu:
Risinn og vorið
Singalíska – frá Sri Lanka:
Sundara frændi og aldingarðurinn

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðadagur móðurmálsins er 21. febrúar

Upplýsingar um Reykjaskóla á ensku og pólsku

Ég þakka Reykjaskóla fyrir að gefa mér leyfi til að setja hér inn upplýsingar um skóladvöl 7. bekkinga þar, á ensku. Emilia Mlynska hafði líka þýtt upplýsingar um skólabúðirnar á pólsku, svo nú má finna þessar upplýsingar undir flipunum enska og pólska.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um Reykjaskóla á ensku og pólsku

Upplýsingar uppfærðar

Nú um áramót urðu breytingar á gjaldskrám grunnskólanna, bæði gjald fyrir frístund og fæði og frístundastyrkur sem árið 2019 er fyrir nemendur fædda á árabilinu 2002-2013 hefur hækkað upp í 35.000 krónur.  Þessar breytingar hafa verið gerðar í skjölum á ensku, pólsku og tailensku, hér á vefnum,  þar sem finna má upplýsingar um starf grunnskóla bæjarins.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar uppfærðar

Samræður daglegs lífs

Það er mikilvægt að æfa þær samræður sem við tökum þátt í, í daglegu lífi okkar. Hér er verkefni af þeim toga, spjall um kaffihúsaferð. Nemendur þurfa að flokka orðin eftir númerum og raða hverri málsgrein rétt  upp. Best að klippa í sundur, plasta og geyma í umslagi til endurnota 🙂   Sjá hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samræður daglegs lífs

Upplýsingar um jólasveina á arabísku

Hér er hlekkur á síðu arabísk-íslenska menningarsetursins með upplýsingum um íslensku jólasveinana, hvenær þeir koma og fara. Hér aðeins neðar á síðunni eru líka upplýsingar um íslenska jólasiði og jólasveina á arabísku.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um jólasveina á arabísku

Fleiri jólaverkefni

Hér eru fleiri jólaverkefni. Þessi koma frá Heklu Hannibalsdóttur í Kópavogi. Takk Hekla!

Jólakrossgáta
Tengið saman orð og mynd
Skrifið rétt orð við myndirnar
Um íslensku jólasveinana og verkefni

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fleiri jólaverkefni

Aðventa og undirbúningur jóla

Ég minni kennara á ýmislegt efni tengt jólum sem er að finna hér til hægri á síðunni undir heitinu Fróðleikur og verkefni tengd jólum – tenglsafn.
Set hér inn nokkra tengla:
Dagatalssaga: Jólin hans Antons
Um íslensku jólasveinana á pólsku
Upplýsingar um íslenska jólasiði á arabísku
Jólaspilið hennar Ingibjargar Eddu

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðventa og undirbúningur jóla