Alþjóðlegur dagur flóttamanna

Alþjóðlegur dagur flóttamanna er 20. júní og hafa Sameinuðu þjóðirnar minnst þess dags síðan árið 2000.  Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir haft stöðu flóttafólks í heiminum og einmitt núna. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015 um málefni flóttamanna kemur fram að fjöldi þeirra sem þurfa að flýja heimkynni sín á mínútu sé 24 og að helmingur þeirra séu börn undir 18 ára aldri. Skv. skýrslu Sameinuðu þjóðanna fer fjöldi flóttafólks nú í fyrsta sinn yfir 60 milljónir. Flestir flóttamenn koma  frá Sýrlandi, Afganistan og Sómalíu.

Þessi færsla var birt undir 2016. Bókamerkja beinan tengil.