Spil og leikir

Spil og leikir

     Íslenskuspilið: Námsefni í íslensku fyrir útlendinga. Hentar öllum stigum íslenskunáms í fullorðinsfræðslu, framhaldsskólum og elsta stigi grunnskóla.
Hægt er að nota spilið með borði sem færir nemendur í ferðalag kringum Ísland en einnig er hægt að nota það án borðs, einn efnisflokk verkefna eða
alla í einu. Flokkar verkefna tengjast nafnorðum, sagnorðum, lýsingarorðum, að svara spurningum, búa til setningar og einn flokkur er almenns eðlis og
þar reynir m.a. á heiti talna á  íslensku.

         

    Ísbrjótar – samskipti og samtal
  
Ísbrjótar eru ýmsir stuttir leikir sem eru vel fallnir til þess að hrista saman hópa og auka tjáskipti og samvinnu í hópum.
 Ísbrjótur eitt:
Nemendur fá blað og búa til skutlur. Allir merkja skutluna sína að innan með nafni og skrifa síðan einhverjar upplýsingar um sig sem kennari ákveður
(t.d. uppáhaldsmatur, hvað gerðir þú í sumar, uppáhaldsbókin þín, námsgreinin eða hvað annað).  Síðan kasta allir sínum skutlum að töflunni eða í
miðjan hring. Hver og einn nær sér í nýja skutlu  (má ekki taka sína eigin) og hittir eiganda skutlunnar og ræðir við hann um þær upplýsingar sem fram
koma í skutlunni.  Einnig væri hægt að ganga lengra með leikinn, þannig að hver nemandi segði frá því sem fram kom í skutlunni sem hann fékk.

   Ísbrjótur tvö:
Hver nemandi fær nafn á dýri. Engir mega hafa sama nafnið. Allir ganga um í bekknum og heilsast. Um leið segja þeir nafnið sitt (nafnið á dýrinu sem þeir
eru). Þannig fá allir nýtt nafn við hverja kveðju. Allir halda áfram að fá nýtt nafn við hvert handtak. Þegar einhver fær sama nafn og hann byrjaði með í
upphafi leiks  er viðkomandi úr. Nauðsynlegt er að hver og einn muni alltaf sitt nýja nafn, – annars gengur leikurinn ekki upp.

    Fallorðaspilið er ætlað til að æfa börn í beygingu íslenskra fallorða, einkum nafnorða, en einnig fornafna og lýsingarorða. Það er einkum hugsað fyrir börn
með hægan málþroska eða málröskun á yngsta stigi grunnskólans en nýtist einnig börnum sem læra íslensku sem annað mál og öðrum sem geta þurft á
tímabundnum stuðningi að halda. Hentar öllum aldursstigum. Höfundur er Elín Þöll Þórðardóttir og spilið var gefið út árið 2009 af
Námsgagnastofnun.
Fallorðaspilið

     Sannleikurinn á uppboði
     
Kennarinn er uppboðshaldarinn. Nemendum bekkjarins er skipt í lið, 3-4 í hverju. Hvert lið fær 10 þúsund krónur til að nota til að
bjóða í þær setningar sem kennarinn býður upp og liðið álítur að séu sannar. Liðin fá tækifæri til að skoða í upphafi þær setningar
sem verða boðnar upp og ræða hverjar séu þess virði að bjóða í þær og hvað liðið sé tilbúið til að borga mikið fyrir hverja.
Í lokin er farið yfir niðurstöður og eitt stig gefið fyrir hverja rétta setningu sem hvert lið á. Það lið vinnur sem hefur keypt flestar réttar
setningar.
Þennan leik er hægt að  útfæra út frá flestum námsgreinum – setningarnar geta verið mismargar eftir aldri og úthaldi, oft í kringum 20.
Dæmi: Sannleikurinn um líkamann:

        *  Það er járn í blóðinu
*  Hjartað er stærsti vöðvi líkamans
*  Engir tveir hafa sama fingrafar o.s.frv.

 Að lýsa einstaklingi
Pör spila þetta spil. Kennarinn á í fórum sínum myndir af persónum sem eru ólíkar að útliti og í klæðaburði (sjá bls. 42 og 43 í Snak løs!)  – líka hægt að
prenta þær út Sjá hér
Annar nemandinn fer og velur sér eina persónu til að lýsa eins vel og hann getur.  Hinn nemandinn skrifar hjá sér til minnis eftir lýsingunni.  Síðan fer sá
sem á að finna rétta persónu þangað sem allar myndirnar eru og reynir að finna nafn viðkomandi eftir lýsingunni. Ef hann finnur ekki þá réttu, hefur hann
möguleika á að spyrja lýsandann áfram, þar til málið leysist.

     Hvaða dýr býr í hvaða búri?
Þetta spil er þýtt og unnið upp úr spili í bókinni Snak løs! Spilað í pörum, þannig að tveir og tveir nemendur hjálpast að við að finna hvaða dýr býr í hvaða
búri í dýragarðinum.  Spilið er hægt að prenta út Hér