Orðalisti á íslensku, ensku og arabisku

Var að setja orðalista um mannslíkamann á íslensku, ensku og arabisku undir flipann „Aðlagað námsefni„. Listinn tekur mið af orðaforða bókarinnar „Mannslíkaminn, litróf náttúrunnar“ sem Námsgagnastofnun gaf út árið 2011 og er víða kennd í 9. bekk.

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Orðalisti á íslensku, ensku og arabisku

Nýtt fréttabréf, september 2016

Nú hafa allir leik- og grunnskólakennarar á Akureyri fengið senda slóð að fyrsta fréttabréfi skólaársins 2016 – 2017. Þar er m.a. sagt frá trúarhátíð muslima, Eid Al-Adha, sem nú ber upp á 12. september. Einnig er bent á aðlagað námsefni fyrr nemendur á unglingastigi.
Fréttabréfið má lesa hér

 

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Nýtt fréttabréf, september 2016

Pólskur og íslenskur orðaforði leikskólabarna

Alltaf bætist aðeins flokk ritgerða og rannsókna um tvítyngda nemendur. Aneta Figlarska skrifaði meistararitgerð við menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar einkenni málumhverfis tvítyngdra barna, sem hafa pólsku sem móðurmál, heima og í leikskóla. Ritgerðin er opin í Skemmunni og hana má lesa hér

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Pólskur og íslenskur orðaforði leikskólabarna

Skýrsla um vetrarstarfið

Undir hlekkinn skýrslur hér til hægri á síðunni er nú komin skýrsla yfir starf mitt skólaárið 2015-2016. Þar eru t.d. upplýsingar um móttöku sýrlenskra nemenda í grunnskóla bæjarins, fjöldatölur tvítyngdra nemenda o.fl.

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Skýrsla um vetrarstarfið

Alþjóðlegur dagur flóttamanna

Alþjóðlegur dagur flóttamanna er 20. júní og hafa Sameinuðu þjóðirnar minnst þess dags síðan árið 2000.  Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir haft stöðu flóttafólks í heiminum og einmitt núna. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015 um málefni flóttamanna kemur fram að fjöldi þeirra sem þurfa að flýja heimkynni sín á mínútu sé 24 og að helmingur þeirra séu börn undir 18 ára aldri. Skv. skýrslu Sameinuðu þjóðanna fer fjöldi flóttafólks nú í fyrsta sinn yfir 60 milljónir. Flestir flóttamenn koma  frá Sýrlandi, Afganistan og Sómalíu.

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegur dagur flóttamanna

Svífðu litla, létta blað – nýtt fréttabréf!

Nú hefur nýtt fréttabréf verið sent til allra sem starfa við leik- og grunnskóla bæjarins. Þar er m.a. að finna fjölmenningarlegan leik sem má nýta bæði með börnum og fullorðnum og fróðleiksmola um ramadan hjá muslimum. Fréttabréfið má Sjá hér

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Svífðu litla, létta blað – nýtt fréttabréf!

Ráðstefnan Málörvun, læsi og fjöltyngi

Ráðstefna í Gerðubergi þann 14. apríl n.k.  þar sem sjónum er beint að vinnu með fjölbreyttum og tvítyngdum nemendahópi allra skólastiga. Sérstök áhersla á málörvun, læsi og fjöltyngi. Aðalfyrirlesarar eru Hanna Ragnarsdóttir HÍ og Jim Cummins frá Háskólanum í Toronto.  Nánari upplýsingar: Samtök áhugafólks um skólaþróun:
http://skolathroun.is/?pageid=14

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Ráðstefnan Málörvun, læsi og fjöltyngi

Nýtt fréttabréf

fidrilidi_logoNú þegar ný síða er að verða virk kemur fyrsta fréttabréfið í langan tíma. Með von um að nýr vefur nýtist kennurum vel og að hann vaxi og dafni nemendum til gagns og gleði.
Sjá hér

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Nýtt fréttabréf

Nýr vefur fær vængi

  1. apríl 2016
    Nú er nýr vefur loksins að verða til – og það einmitt þann 1. apríl!
    Gamla Front-page síðan mín gaf upp öndina í mars og þá var mér nauðugur einn kostur – að reyna að setja mig í stellingar og koma nýjum vef í gagnið. Ég er ekki búin að koma öllum gögnum af gamla vefnum yfir  á þennan nýja en ákvað að virkja hann núna og held svo áfram uppfærslunni eftir því sem tími gefst til.Eins og við er að búast er þessi aðeins öðruvísi upp settur en markmiðið er sem fyrr að vera gagnagrunnur fyrir kennara nemenda sem eru með íslensku sem annað mál.  Allar ábendingar eru vel þegnar á netfangið  helgah@akureyri.isNý vefslóð er: erlendir.akmennt.is
Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Nýr vefur fær vængi

Fyrsta fréttabréf vetrarins

Nú er ég að senda slóð að fyrsta fréttabréfi vetrarins til allra leik-og grunnskólakennara á Akureyri. Fréttabréfið er hægt að Sjá hér   

Birt í 2016 | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta fréttabréf vetrarins