Stærðfræðihugtök á arabísku

Ólöf Ragnarsdóttir gaf mér leyfi til að setja hér inn á vefinn lista með stærðfræðihugtökum á arabísku/íslensku.  Listann má sjá hér og undir flipanum arabíska.
Svona safnast smám saman í sarpinn þegar margir hjálpast að! Bestu þakkir Ólöf!

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Stærðfræðihugtök á arabísku

Að muna eftir því sem er til

Við vitum oft af ýmsum góðum leiðum sem gagnast okkur í vinnu með nýkomnum nemendum okkar en gleymum að nýta okkur þær í amstri dagsins. Ein slík leið gæti verið vefurinn Velkomin sem er inni á Tungumálatorgi. Slóðin er hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Að muna eftir því sem er til

Stærðfræðihugtök á kínversku

Það er ekki oft sem ég hef fundið námsefni eða orðalista á kínversku en nú er hægt að fagna orðalista í stærðfræði á íslensku, ensku og kínversku. Hann má skoða hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Stærðfræðihugtök á kínversku

Tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Akureyri

Því miður eru þessar upplýsingar ennþá aðeins á íslensku en geta þó vonandi nýst einhverjum við að skoða hvaða tómstundastarf er í boði fyrir nemendur á Akureyri. Alltaf er vísað í heimasíður þar sem frekari upplýsingar eru að finna (á íslensku !!!) en þetta er a.m.k. fyrsta skrefið í þessari upplýsingagjöf. Nánar hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Akureyri

Áhugaverð vinnustofa á vegum SÍSL í haust

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Áhugaverð vinnustofa á vegum SÍSL í haust

Námskeið fyrir kennara erlendra nemenda

Í byrjun desember kynnti fræðslusvið Akureyrarbæjar og Miðstöð skólaþróunar HA námskeið fyrir kennara erlendra nemenda. Námskeiðið verður fimm mánudaga, 22. jan., 5. febrúar, 19. febrúar, 5. mars og 19. mars. Unnið verður með afmarkaðan þátt í hvert skipti en þeir eru:
*  Menning og viðhorf
* Menningamót – fljúgandi teppi
* Tvítyngi og fjöltyngi
* Orðaforðavinna
* Notkun snjalltækja í námi og kennslu

Skráning hefur verið mjög góð og við hlökkum til að byrja námskeiðið þann 22. janúar.
Nánari lýsingu á uppsetningu námskeiðsins má sjá hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Námskeið fyrir kennara erlendra nemenda

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar 2018

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar árið 2018 er fyrir börn sem fædd eru árið 2001 og til og með 2012. Styrkurinn hefur hækkað frá síðasta ári og er nú 30.000 krónur.
Upplýsingar á ensku, pólsku, arabísku og lettnesku má sjá hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Frístundastyrkur Akureyrarbæjar 2018

Endurskoðuð útgáfa af handbók fyrir kennara

Nú er komin 3. útgáfa af handbók fyrir kennara um móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Þar er búið að bæta inn nýjum tenglum að gagnvirku efni fyrir nemendur, setja inn tengil að nýju stöðumati og uppfæra tengil til samræmis við breytingar á kostnaði í mötuneyti og frístund á Akureyri, frá 1. janúar 2018.
Nýr hlekkur er kominn hér til hægri á síðuna sem heitir Efni fyrir kennara og undir hann er handbókin komin núna.

Birt í 2017 | Slökkt á athugasemdum við Endurskoðuð útgáfa af handbók fyrir kennara

Jólaspil

Set hér inn skemmtilegt jólaspil frá Ingibjörgu Eddu Haraldsdóttur. Reynir á þekkingu á íslensku jólasveinunum og ýmsum orðum sem eru sérstaklega tengd aðventu og komu jólanna. Prentið út í lit, plastið, spilið og njótið!  Kærar þakkir Ingibjörg Edda!

Birt í 2017 | Slökkt á athugasemdum við Jólaspil

Fjölmenningarstefna Eyþings

Í júni var unnin ný fjölmenningarstefna fyrir Eyþing og sveitarfélögin sem eru innan vébanda þess. Stefnan er hugsuð sem grunnur sem hvert sveitarfélag getur notað og útfært síðan eftir aðstæðum á hverjum stað.
Nýja stefnan er komin hér á vefinn, undir hlekk neðst til hægri.

 

Birt í 2017 | Slökkt á athugasemdum við Fjölmenningarstefna Eyþings