Námskeið fyrir kennara erlendra nemenda

Í byrjun desember kynnti fræðslusvið Akureyrarbæjar og Miðstöð skólaþróunar HA námskeið fyrir kennara erlendra nemenda. Námskeiðið verður fimm mánudaga, 22. jan., 5. febrúar, 19. febrúar, 5. mars og 19. mars. Unnið verður með afmarkaðan þátt í hvert skipti en þeir eru:
*  Menning og viðhorf
* Menningamót – fljúgandi teppi
* Tvítyngi og fjöltyngi
* Orðaforðavinna
* Notkun snjalltækja í námi og kennslu

Skráning hefur verið mjög góð og við hlökkum til að byrja námskeiðið þann 22. janúar.
Nánari lýsingu á uppsetningu námskeiðsins má sjá hér

Þessi færsla var birt undir 2018. Bókamerkja beinan tengil.