Endurskoðuð útgáfa af handbók fyrir kennara

Nú er komin 3. útgáfa af handbók fyrir kennara um móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Þar er búið að bæta inn nýjum tenglum að gagnvirku efni fyrir nemendur, setja inn tengil að nýju stöðumati og uppfæra tengil til samræmis við breytingar á kostnaði í mötuneyti og frístund á Akureyri, frá 1. janúar 2018.
Nýr hlekkur er kominn hér til hægri á síðuna sem heitir Efni fyrir kennara og undir hann er handbókin komin núna.

Þessi færsla var birt undir 2017. Bókamerkja beinan tengil.