Greinasafn eftir: Helga Hauks
Verkefni á fjölmenningarsíðu Kópavogs
Undir flipann Efni fyrir kennara er nú kominn hlekkur á fjölmenningarsíðu Kópavogs. Þar er að finna ýmis verkefni sem henta nemendum sem eru að læra íslensku, bæði í leik- og grunnskóla.
Skil milli grunnskóla og framhaldsskóla
Ef kennarar og námsráðgjafar eru að vinna með erlendum nemendum að upplýsingagjöf milli skólastiga bendi ég á skjal sem er hér til hægri á síðunni, Brú milli grunn- og framhaldsskóla, en þar (á bls. 5-6) má finna eyðublöð sem gætu … Halda áfram að lesa
Evrópski tungumálaramminn
Undir flipann Efni fyrir kennara hér til hægri er kominn evrópski tungumálaramminn en þar er að finna viðmið um stöðu í tungumálanámi sem hægt er að nota sem matsviðmið. Námskrá í íslensku sem öðru tungumáli er nú í endurskoðun og … Halda áfram að lesa
Google classroom – enska
Undir flipann Efni fyrir kennara, hér til hægri er nú komið skjal með upplýsingum til foreldra um google classroom á ensku. Var áður komið á pólsku á sama stað.
Námskeið um stöðumat erlendra nemenda
Minni á að námskeið um stöðumat erlendra nemenda, sem var fellt niður í mars hefur nú verið tímasett þriðjudaginn 8. september næstkomandi. Minnt verður á námskeiðið aftur í ágúst og póstur sendur til skólanna.
Tími til að lesa
Lestrarátak aprílmánaðar, sem mennta- og menningarmálaráðuneyti hrundu af stað, í upphafi mánaðar er í fullum gangi. Nú er efni síðunnar líka komið á pólsku og ensku. Endilega að benda erlendum nemendum á þetta efni, sem bæði er á vef og … Halda áfram að lesa
Google classroom. Upplýsingar til foreldra á pólsku
Donata, pólskur kennsluráðgjafi í Kópavogi hefur þýtt upplýsingar til foreldra um Google classroom á pólsku. Slóðin er hér og fer einnig undir hlekkinn Efni fyrir kennara hér til hliðar. Kærar þakkir Donata!
Að læra íslensku heima
Nú þegar allt skólahald er með öðrum hætti en venjulega er gott að hvetja nemendur með annað heimamál en íslensku til að finna leiðir til íslenskuþjálfunar heima. Donata H. Bukowska hefur tekið saman nokkrar leiðir og útbúið fyrirmæli til nemenda … Halda áfram að lesa
Byggjum brú – frá grunnskóla í framhaldsskóla
Hér má finna hlekk í nýtt skjal sem við Sigríður Ásta Hauksdóttir, námssráðgjafi útbjuggum að ósk skólameistara framhaldsskólanna og fræðslustjóra á svæðinu. Þar má meðal annars finna eyðublöð sem gæti verið gott fyrir erlenda nemendur að fylla út með kennara … Halda áfram að lesa
Upplýsingar til erlendra foreldra um viðbrögð við kvíða barna vegna covid veirunnar
Ég hef fengið sendar upplýsingar á pólsku og ensku frá menntasviði Kópavogsbæjar um hvernig foreldrar geta unnið með kvíða barna sinna vegna covid veirunnar. Ég hef sent allar þessar upplýsingar til grunn- og leikskólastjóra bæjarins, ef þeir vilja setja þær … Halda áfram að lesa