Skil milli grunnskóla og framhaldsskóla

Ef kennarar og námsráðgjafar eru að vinna með erlendum nemendum að upplýsingagjöf milli skólastiga bendi ég á skjal sem er hér til hægri á síðunni, Brú milli grunn- og framhaldsskóla, en þar (á bls. 5-6) má finna eyðublöð sem gætu nýst einhverjum. Þar er bæði hægt að fylla inn upplýsingar um hve lengi nemandi hefur verið á Íslandi, hvaða aðstoð hann hefur fengið, upplýsingar um tungumál foreldra, óskir um túlkaþjónustu og fleira.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.