Upplýsingar um Reykjaferð á vietnömsku

Þegar fleiri leggja hönd á plóg bætist smám saman í gagnabanka fyrir kennara og erlenda nemendur. Nú hefur Lieu Thuy gefið mér leyfi til að setja hér inn upplýsingar um Reykjaferð, sem hún hefur þýtt á víetnömsku. Bestu þakkir Lieu! Þýðinguna má sjá hér og undir hlekknum Efni fyrir kennara/um Reykjaskóla , hér til hægri.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um Reykjaferð á vietnömsku

Skýrsla um skólaárið 2019-2020

Nú er tilbúin skýrsla um helstu verkefni og starf með nemendum af erlendum uppruna í grunnskólum Akureyrar á síðasta skólaári. Hana má lesa hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Skýrsla um skólaárið 2019-2020

Námskeið fellt niður að sinni

Vegna fjarlægðartakmarkana og stöðu covid í samfélaginu hefur verið ákveðið að fella niður námskeið um stöðumat erlendra nemenda, sem hafði verið dagsett þann 8. september n.k. Í upphafi átti námskeiðið að fara fram í marsmánuði en nú ætlum við að bíða með að ákveða nýja dagsetningu, þar til aðstæður í þjóðfélaginu verða með eðlilegri hætti en nú er.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Námskeið fellt niður að sinni

Nýjasti túlkalisti Alþjóðastofu á Akureyri

Hér er hlekkur að túlkalista Alþjóðastofu.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nýjasti túlkalisti Alþjóðastofu á Akureyri

Drög að stefnu

Starfshópur hefur skilað mennta- og menningarmálaráðherra drögum að stefnu um menntun barna og ungmenna með fjölbreytan tungumála- og menningarbakgrunn. Markmið vinnu þeirra var að greina stöðu þess fjölbreytta hóps í menntakerfinu, setja fram tillögur til úrbóta og hugmndir um aðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í.
Stefnudrögin má sjá hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Drög að stefnu

Námsmat/verkefni

Íris í Brekkuskóla deildi með mér verkefni sem hún vann upp úr öðru sem er hér á vefnum undir Námsmat. Nú er það komið í Forms útgáfu og hér er hlekkur að því. Kærar þakkir Íris!

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Námsmat/verkefni

Verkefni á fjölmenningarsíðu Kópavogs

Undir flipann Efni fyrir kennara er nú kominn hlekkur á fjölmenningarsíðu Kópavogs. Þar er að finna ýmis verkefni sem henta nemendum sem eru að læra íslensku, bæði í leik- og grunnskóla.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Verkefni á fjölmenningarsíðu Kópavogs

Skil milli grunnskóla og framhaldsskóla

Ef kennarar og námsráðgjafar eru að vinna með erlendum nemendum að upplýsingagjöf milli skólastiga bendi ég á skjal sem er hér til hægri á síðunni, Brú milli grunn- og framhaldsskóla, en þar (á bls. 5-6) má finna eyðublöð sem gætu nýst einhverjum. Þar er bæði hægt að fylla inn upplýsingar um hve lengi nemandi hefur verið á Íslandi, hvaða aðstoð hann hefur fengið, upplýsingar um tungumál foreldra, óskir um túlkaþjónustu og fleira.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Skil milli grunnskóla og framhaldsskóla

Evrópski tungumálaramminn

Undir flipann Efni fyrir kennara hér til hægri er kominn evrópski tungumálaramminn en þar er að finna viðmið um stöðu í tungumálanámi sem hægt er að nota sem matsviðmið. Námskrá í íslensku sem öðru tungumáli er nú í endurskoðun og vinnslu og kemst vonandi í notkun á næsta skólaári.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Evrópski tungumálaramminn

Google classroom – enska

Undir flipann Efni fyrir kennara, hér til hægri er nú komið skjal með upplýsingum til foreldra um google classroom á ensku. Var áður komið á pólsku á sama stað.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Google classroom – enska