Byggjum brú – frá grunnskóla í framhaldsskóla

Hér má finna hlekk í nýtt skjal sem við Sigríður Ásta Hauksdóttir, námssráðgjafi útbjuggum að ósk skólameistara framhaldsskólanna og fræðslustjóra á svæðinu. Þar má meðal annars finna eyðublöð sem gæti verið gott fyrir erlenda nemendur að fylla út með kennara sínum eða námsráðgjafa um stöðu í íslensku og þá aðstoð sem viðkomandi hefur haft í unglingadeild grunnskólans. Tilgangur vinnunnar var að grunn- og framhaldsskólarnir á svæðinu ættu sameiginleg eyðublöð til að nota við skólaskil grunn- og framhaldsskóla fyrir þá nemendur sem vildu eiga nánari skáningu á stöðu sinni við skólaskil. Skjalið má lesa hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Byggjum brú – frá grunnskóla í framhaldsskóla

Upplýsingar til erlendra foreldra um viðbrögð við kvíða barna vegna covid veirunnar

Ég hef fengið sendar upplýsingar á pólsku og ensku frá menntasviði Kópavogsbæjar um hvernig foreldrar geta unnið með kvíða barna sinna vegna covid veirunnar. Ég hef sent allar þessar upplýsingar til grunn- og leikskólastjóra bæjarins, ef þeir vilja setja þær á heimasíður/fésbókarsíður skólanna. Einnig gott fyrir erlenda foreldra að vita af íslensku covid-síðunni, þar sem auðvelt er að lesa um stöðu mála hér á landi. Þar eru upplýsingar m.a. á ensku, spænsku, pólsku, arabísku og tailensku.
Slóðin er hér.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar til erlendra foreldra um viðbrögð við kvíða barna vegna covid veirunnar

Reykjaskóli

Hér til hægri á síðunni er tengillinn Efni fyrir kennara og þar undir er nú kominn hlekkur með heitinu Um Reykjaskóla en þar má finna upplýsingar sem senda þarf heim til foreldra fyrir Reykjaferðir 7. bekkinga. Er nú til á arabísku, ensku og pólsku.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Reykjaskóli

Upplýsingar um Reykjaskóla á arabisku

Í mörgum skólum er það hluti af skólastarfi í 7. bekk að nemendur fari í skólabúðir að Reykjum við Hrútafjörð. Reykjaskóli hefur átt upplýsingar um skólastarf og útbúnað sem nemendur þurfa að hafa með sér á ensku. Nú erum við búin að þýða þessar ensku upplýsingar á arabísku. Þær má sjá og lesa hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um Reykjaskóla á arabisku

Einn leikskóli, mörg tungumál

Undir hlekkinn Leikskólar hér til hægri er nú kominn bæklingur fá Reykjavíkurborg sem ber heitið Einn leikskóli, mörg tungumál en þar er að finna leiðbeiningar um hvernig fylgjast má með framförum barna sem eiga annað móðurmál en íslensku og skrá þær.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Einn leikskóli, mörg tungumál

Frístundastyrkur 2020

Í upphafi hvers almanaksárs endurnýjast frístundastyrkur, bæði upphæð hans og þeir árgangar barna sem styrkurinn nær til. Fyrir árið 2020 hefur upphæðin verið ákveðin 40.000 krónur og það eru börn fædd á árunum 2003 – 2014 sem eiga rétt á nýtingu frístundastyrks. Hér eru upplýsingar um styrkinn uppfærðar á arabísku, ensku, lettnesku og pólsku.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frístundastyrkur 2020

Gleðilegt nýtt ár, 2020!

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt nýtt ár, 2020!

Pólskum börnum boðið á jólaskemmtun

Laugardaginn 7. desember hittust um 40 pólsk börn með foreldrum sínum í Rósenborg til að fagna komandi jólum og njóta samveru. Anna, sem kennir krökkunum pólsku, skipulagði þessa jólastund og foreldrar mættu með góðgæti til að bjóða uppá. Jólasveinninn leit að sjálfsögðu við og gaf gjafir; allir fengu bók og sælgæti. Pólska sendiráðið lagði sitt af mörkum til að auðvelda þessa framkvæmd alla. Kærar þakkir fyrir samveruna og gott framtak Anna!

Hópur barna með jólasveininum

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Pólskum börnum boðið á jólaskemmtun

Sænskur texti og þýðing á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum

Iðunn Kjartansdóttir hefur tekið saman þýðingu Heimis Pálssonar á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum, á sænsku og sendi mér. Hér er hlekkur á hana. Þakkir til Iðunnar og að sjálfsögðu Heimis Pálssonar!

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Sænskur texti og þýðing á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum

Og hér má lesa um jólasveinana á frönsku!

Við eigum ekki mikið af upplýsingum fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra á frönsku. En með aðstoð Önnu Kristínar, kennara í Giljaskóla, höfum við fengið leyfi til að birta þýðingu Guðrúnar Önnu Matthíasdóttur á ljóði Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana. Þýðingu hennar má nálgast hér
Guðrún Anna hefur einnig gefið út barnabókina Agnarögn og einnig þýtt hana á frönsku. Hún býr á Korsíku og hefur m.a. heimsótt skóla þar, lesið úr bókinni sinni og kynnt Ísland fyrir nemendum. Viðtal við hana má sjá hér
Kærar þakkir fyrir aðstoðina Anna Kristín og Guðrún Anna fyrir þýðinguna!

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Og hér má lesa um jólasveinana á frönsku!