Aðventa og undirbúningur jóla

Ég minni kennara á ýmislegt efni tengt jólum sem er að finna hér til hægri á síðunni undir heitinu Fróðleikur og verkefni tengd jólum – tenglsafn.
Set hér inn nokkra tengla:
Dagatalssaga: Jólin hans Antons
Um íslensku jólasveinana á pólsku
Upplýsingar um íslenska jólasiði á arabísku
Jólaspilið hennar Ingibjargar Eddu

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðventa og undirbúningur jóla

Afhending viðurkenninga í ritlistarsamkeppni 17. nóvember

Fögnum fjölbreytileika íslenskunnar: Ritlistarsamkeppni nemenda sem hafa íslensku sem annað mál.
Niðurstöður keppninnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Amstsbókasafninu laugardaginn 17. nóvember.
Þátttakendur voru alls 18 og komu frá 11 löndum. Allir fengu viðurkenningarskjal, bíómiða og íslenska bók að eigin vali fyrir að senda inn góða og fjölbreytta texta.
Aðalverðlaunin voru vetrarkort í Hlíðarfjall og önnur til þriðju verðlaun leikhúsmiðar á sýninguna Gallsteinar afa Gissa (sem sýnd verður eftir áramót). Sérstök verðlaun voru svo þátttaka í Vísindaskóla unga fólksins í HA næsta sumar, fyrir tvo nemendur.
Markmið þessa verkefnis var að hvetja börn og unglinga til að nota íslensku á skapandi hátt; að benda þeim á að íslenskan er ekki aðeins skólamál, heldur mál sagna, ljóða og leikrita; hver og einn notar málið eins og hann best getur og á fjölbreyttan hátt.
Verðlaunahafar voru:

Jana Alkathib, 7. bekk Giljaskóla, frá Sýrlandi
Olaf Gnidziejko, 4. bekk Oddeyrarskóla, frá Póllandi
Matiss Leo Meckl, 9. bekk Oddeyrarskóla, frá Lettlandi og Þýskalandi
Magdalena Sulova, 5. bekk Naustaskóla, frá Tékklandi
Navaneethan Sathiya Moorthy, 7. bekk Brekkuskóla, frá Indlandi

Hér má sjá hóp ánægðra nemenda á Amtsbókasafninu á laugardaginn!


Þetta verkefni var samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Akureyrarbæjar, Amtsbókasafnsins og KEA.
Við óskum vinningshöfum til hamingju og  þökkum öllum fyrir þátttökuna og vonum að krakkarnir haldi áfram að nota íslenskuna sér til ánægju og yndisauka við sem flest tækifæri.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Afhending viðurkenninga í ritlistarsamkeppni 17. nóvember

Undirskriftir vegna persónuverndar

Með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum hafa skjöl sem foreldrar undirrita í skólunum nú verið endurskoðuð og nýjar útgáfur þýddar á ensku og pólsku. Við þýðingar var farið eftir þeim nýju útgáfum sem skólarnir höfðu unnið á íslensku nú í haust.
Enska A, Enska B, Pólska A, Pólska B.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Undirskriftir vegna persónuverndar

Jónas með hreim

Í byrjun október var kynnt ritsmíðakeppni meðal nemenda með  íslensku sem annað mál í grunnskólum Akureyrar. Skilafrestur var til 31. október og nú er dómnefnd að fara yfir aðsent efni. Niðurstöður verða kynntar á Amtsbókasafninu næsta laugardag, 17. nóvember kl. 12:00.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Jónas með hreim

Aðlagað efni Íslandssögu

Nú er útdráttur úr kafla sex úr Sögueyjunni, 2. hefti, kominn á íslensku og ensku, með orðalista og stuttu verkefni. Sjá hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðlagað efni Íslandssögu

Uppfærðir Quizlet tenglar

Sigga í Glerárskóla var að senda mér uppfærða quizlet tengla en hún er að vinna þetta verkefni með nemendum sínum á unglingastigi. Bestu þakkir og slóðin er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Uppfærðir Quizlet tenglar

Google Voice – að tala texta inn í forritið

Stundum eru nemendur hikandi við að skrifa texta. Þá má prófa að nota Google Voice en þá tala þeir textann sinn, eða það sem þeir vilja skrifa, og fylgjast með orðunum birtast á skjánum. Nánari leiðbeiningar í skjali hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Google Voice – að tala texta inn í forritið

Borðspil – um fatnað og mat

Set hér inn slóð að tveimur góðum borðspilum sem Anna Lára Pálsdóttir hefur gert fyrir nemendur sína. Prenta og plasta!  Kærar þakkir Anna Lára!   Myndaniðurstaða fyrir smileys
Spil um fatnað
Spil um mat

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Borðspil – um fatnað og mat

Quizlet tenglar – náttúrufræði á unglingastigi

Þeim nemendum sem eru að stíga sín fyrstu spor í grunnskólum á unglingsaldri veitist erfitt að taka virkan þátt í lesgreinum, enda texti bóka langt frá getu þeirra í íslensku.  Þá reynir verulega á kennarann;  kennsluaðferðir og leiðir til að kynna ný og framandi hugtök fyrir nemendum. Ég gladdist því sérstaklega í gær þegar Sigga, kennari í Glerárskóla sendi mér slóðir að quizlet tenglum sem hún er að vinna  í náttúrufræðikennslu á unglingastigi – á ensku og pólsku – til að kenna nemendum sínum ýmis grunnhugtök.
Kærar þakkir fyrir að deila námsefni sem þið eruð að vinna. Það kemur nemendum sérstaklega til góða og sýnir samvinnu og samhjálp meðal kennara.
Slóðin á tenglana er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Quizlet tenglar – náttúrufræði á unglingastigi

Dagur íslenskrar tungu – ritunarsamkeppni!

Nú hefur verið hrundið af stað ritunarsamkeppni meðal grunnskólanema á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Það má senda inn ljóð, leikrit, smásögu eða hvað annað sem býr innra með nemendum. Eina skilyrðið er að efnið sé á íslensku.
Ekki er verið að meta færni í íslensku, heldur virkni, sköpunarkraft og þor til að nota íslenskuna til tjáningar og gleði.
Skilafrestur er til 31. október og viðurkenningar verða veittar þann 17. nóvember n.k. í Amtsbókasafninu.
Nánari upplýsingar má finna hér: íslenska   enska

 

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Dagur íslenskrar tungu – ritunarsamkeppni!