Námskeið um stöðumat erlendra nemenda í haust

Í mars árið 2020 ætluðum við hér á fræðslusviði að standa fyrir námskeiði um stöðumat erlendra nemenda á móðurmáli sínu. Vegna takmarkana á samkomuhaldi hefur námskeiðinu nú verið frestað í þrígang en ný dagsetning hefur verið sett niður en það er 31. ágúst n.k. Skólastjórnendur hafa fengið upplýsingar um þetta mikilvæga námskeið fyrir kennara – en best er að fjórir til fimm komi frá hverjum skóla.
Það eru kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg sem hafa þýtt efnið úr sænsku og kynna notkun þess.
Vona að allt gangi að óskum í þessari tilraun og alltaf gott að hafa námskeið í upphafi nýs skólaárs1

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.