Greinasafn eftir: Ingibjörg Margrét Magnúsdottir
Frístundastarf í sumar
Hér er að finna upplýsingar um frístundastarf á Akureyri í sumar.
Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla
Menntamálastofnun gaf á síðasta ári út hæfniramma í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla og hvetjum við starfsfólk í leikskólum sem starfa með fjöltyngdum börnum, sem og foreldra fjöltyngdra barna til að kynna sér þetta plagg (sjá hér)
Gleðilegt ár
Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs, þakka ég ánægjuleg kynni á ný liðnu ári. Hlakka til samstarfs við ykkur öll á nýju ári.
Breytingar á síðunni
Verið er að uppfæra heimasíðuna erlendir.akmennt.is um þessar mundir. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan janúar. Allt efni síðunnar er aðgengilegt á meðan á vinnunni stendur.
Lærum íslensku/دعونا نتعلم الأيسلندية
Á vefnum Nýbúar í Giljaskóla, sem smíðaður var af Bergmann Guðmundssyni í Giljaskóla og Hans Rúnari Snorrasyni er að finna bjargir og síður sem hægt er að nota til að aðstoða arabísku mælandi nemendur við að læra íslensku og hjálpa … Halda áfram að lesa
Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla: íslenska sem annað mál, menningarfærni og fjölbreytni í skólastarfi
Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á nokkrum köflum í aðalnámskrá grunnskóla er snúa að nemendum með annað mál en íslensku sem sitt sterkasta mál. Mestu breytingarnar koma fram í kafla 19.3 íslenska sem annað mál. Hér eru lagðir fram þrepaskiptir … Halda áfram að lesa
Stöðumat fyrir erlenda nemendur
Í gær tókst okkur loksins að halda námskeið um stöðumat erlendra nemenda, sem hefur staðið til að halda í rúmlega eitt og hálft ár.Námskeiðið héldu fulltrúar úr stýrihópnum sem stóð að þýðingum efnisins og innleiðingu, þær Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og … Halda áfram að lesa
Lionsklúbburinn Ylfa býður upp á aðstoð við lestur á Amtsbókasafninu á Akureyri
Lionsklúbburinn Ylfa býður erlendum börnum á grunnskólaaldri á Akureyri upp á lestraraðstoð alla þriðjudaga frá klukkan 16:30 til 17:30 á tímabilinu 19.október – 14.desember á Orðakaffi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Börnin þurfa að hafa með sér bækurnar/lesefnið sem þau þurfa … Halda áfram að lesa
Námskeið um stöðumat erlendra nemenda
Nú hefur staðið til að við hér á fræðslusviði að stæðum fyrir námskeiði um stöðumat erlendra nemenda á móðurmáli sínu. Vegna takmarkana á samkomuhaldi hefur námskeiðinu nú verið frestað nokkrum sinnum. Nú vonum við að þetta takist hjá okkur í … Halda áfram að lesa
Námskeið um stöðumat erlendra nemenda frestast enn
Í mars árið 2020 stóð til að við hér á fræðslusviði stæðum fyrir námskeiði um stöðumat erlendra nemenda á móðurmáli sínu. Vegna takmarkana á samkomuhaldi hefur námskeiðinu nú verið frestað enn einu sinni, en drög að nýrri dagsetningu hefur verið … Halda áfram að lesa