Pólskum börnum boðið á jólaskemmtun
Laugardaginn 7. desember hittust um 40 pólsk börn með foreldrum sínum í Rósenborg til að fagna komandi jólum og njóta samveru. Anna, sem kennir krökkunum pólsku, skipulagði þessa jólastund og foreldrar mættu með góðgæti til að bjóða uppá. Jólasveinninn leit að sjálfsögðu við og gaf gjafir; allir fengu bók og sælgæti. Pólska sendiráðið lagði sitt af mörkum til að auðvelda þessa framkvæmd alla. Kærar þakkir fyrir samveruna og gott framtak Anna!
Sænskur texti og þýðing á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum
Iðunn Kjartansdóttir hefur tekið saman þýðingu Heimis Pálssonar á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum, á sænsku og sendi mér. Hér er hlekkur á hana. Þakkir til Iðunnar og að sjálfsögðu Heimis Pálssonar!
Og hér má lesa um jólasveinana á frönsku!
Við eigum ekki mikið af upplýsingum fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra á frönsku. En með aðstoð Önnu Kristínar, kennara í Giljaskóla, höfum við fengið leyfi til að birta þýðingu Guðrúnar Önnu Matthíasdóttur á ljóði Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana. Þýðingu hennar má nálgast hér
Guðrún Anna hefur einnig gefið út barnabókina Agnarögn og einnig þýtt hana á frönsku. Hún býr á Korsíku og hefur m.a. heimsótt skóla þar, lesið úr bókinni sinni og kynnt Ísland fyrir nemendum. Viðtal við hana má sjá hér
Kærar þakkir fyrir aðstoðina Anna Kristín og Guðrún Anna fyrir þýðinguna!
Jólasveinarnir okkar. Upplýsingar á spænsku
Ákaflega gaman þegar einhver hefur samband og býðst til að leggja hönd á plóg við að miðla upplýsingum og þýða efni. Yairina Rodriguez sem vinnur á leikskólanum Hulduheimum/Seli, er nú búin að setja saman texta á spænsku um íslensku jólasveinana. Hér má lesa og prenta út. Kærar þakkir Yairina!
Viðbót: um jólasveina og hyski þeirra á dönsku
Það er gaman þegar kennarar vilja leggja hönd á plóg og Harpa Friðriksdóttir sendi mér skemmtilegt efni sem henni áskotnaðist um jólasveinana á dönsku. Því miður vitum við ekki hver þýðandinn er, svo ef einhver hefur upplýsingar um það má gjarnan láta mig vita. Hér má finna danska textann, gjörið svo vel – og takk Harpa!
Minnt á ýmis jólaverkefni
Sendi kennurum póst í dag þar sem ég minni á ýmis verkefni og fróðleik sem tengd eru jólahaldi. Hér á vefnum er bæði að finna upplýsingar um íslenska jólasiði og eins um siði og venjur annarra landa. Jólahlekkur er hér hér, neðar og til hægri á síðunni.
Um íslensku jólasveinana á þýsku
Hér er kominn texti um íslensku jólasveinana og fjölskyldu þeirra á þýsku.
Orðaleikur
HÉR er hlekkur, beint inn á vef Orðaleiks. Þar er að finna kennsluleiðbeiningar, rafbækur með þematengdum orðasöfnum, góðar myndir til að nota til samræðu um daglegt líf og ýmislegt fleira gagnlegt.
Orðaleikur: Nýtt námsefni sem ætlað er leikskólabörnum
MSHA býður upp á kynningu á námsefninu Orðaleik, sem er ætlað leikskólabörnum sem læra íslensku sem annað mál. Kynningin verður haldin í Háskólanum á Akureyri, 23. október kl. 15:15 – 17:00 í stofu M101. Skráning á kynningu eða til að fylgjast með í gegnum vef er hér.
Námsefnið samanstendur af:
* Handbók um orðaforðakennslu fyrir leikskólakennara
* Myndasafni af grunnorðaforða íslenskunnar með sérstakri áherslu á þau orð sem koma
fyrir í umhverfi leikskólabarna
* Kennsluleiðbeiningum
* Rafrænu verkefnasafni sem getur bæði nýst í leikskólanum og heima
Námsefnið er aðgengilegt á vef, notendum að kostnaðarlausu