Pólskum börnum boðið á jólaskemmtun

Laugardaginn 7. desember hittust um 40 pólsk börn með foreldrum sínum í Rósenborg til að fagna komandi jólum og njóta samveru. Anna, sem kennir krökkunum pólsku, skipulagði þessa jólastund og foreldrar mættu með góðgæti til að bjóða uppá. Jólasveinninn leit að sjálfsögðu við og gaf gjafir; allir fengu bók og sælgæti. Pólska sendiráðið lagði sitt af mörkum til að auðvelda þessa framkvæmd alla. Kærar þakkir fyrir samveruna og gott framtak Anna!

Hópur barna með jólasveininum

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.