Ég minni á að hér neðarlega til hægri á síðunni er tenglasafn inn á ýmis verkefni og fróðleik um aðventuna og jólin. Þar er t.d. aðventusaga, þar sem lesa má einn kafla á hverjum degi – eða lesa hana bara eins og hverja aðra jólasögu.
Tenglasafn á efni tengt jólum og aðventu
Um íslensku jólasveinana – á pólsku
Einhver góður þýðandi, sem ég veit því miður ekki hver er, hefur sett upplýsingar um íslensku jólasveinana á pólsku á netið.
Ég tók mér það bessaleyfi að raða þeim saman í eitt handhægt skjal handa pólskum nemendum og það má nálgast hér: um íslenska jólasveina á pólsku
Ný verkefni
Hér fyrir neðan eru hlekkir á verkefni sem Hekla Hannibalsdótir, verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ, hefur gert og leyft mér að birta hérna á vefnum. Mörg góð verkefni sem þið getið nýtt fyrir nemendur ykkar. Kærar þakkir Hekla!
Jólaorðaleit
Rímorð – samstæðuspil
Fótboltapúsl
Söguspjöld
Æfingabók í málfræði
Stöðumat
Oft byrjum við á því að kenna annars máls nemendunum okkar íslensku þematengt og hugsum þá um orðaforða daglegs máls, til þess að auðvelda nemendum að tjá sig og skilja algengan orðaforða og svo skólaorðaforða og þau orð sem nemendur þurfa að þekkja og skilja þar.
Þegar lengra líður bætast margir þættir við íslenskukennsluna, t.d. einföld málfræði og hugtök hennar, hugtök námsgreina, við viljum kanna lesskilning og lesfærni o.s.frv.
Núna var ég að búa til stöðupróf fyrir nemanda sem er búinn að dvelja hér nokkurn tíma og ákvað að skoða nokkur hæfniviðmið íslensku 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla og sjá hvernig það gengi. Ef einhver vill skoða eða nýta sér þetta matstæki er það að finna hér
Gagnvirkur vefur í íslensku
Fjölbreytt verkefnasöfn sem þjálfa ýmis atriði í málnotkun, orðaforða, stafsetningu og málfræði. Verkefnin hafa verið valin m.t.t. námsþátta á hverju aldursstigi.
Slóðin er hér
Upplýsingar um stoðþjónustu grunnskólanna á ensku, pólsku og tailensku
Nú eru komnar þýðingar á upplýsingum um stoðþjónustu og sérdeildir grunnskólanna og á ensku, pólsku og tailensku.
Upplýsingarnar má lesa hér á íslensku, ensku, pólsku og tailensku.
Túlkalisti
Túlkalista Alþjóðastofu á Akureyri sem gildir frá september mánuði 2017 má sjá hér.
Uppfærsla af heftinu Samantekt fyrir kennara
Nú þegar hef ég þurft að uppfæra heftið Samantekt fyrir kennara og nokkrir nýir hlekkir hafa bæst við af góðu efni sem ég gleymdi í fyrstu umferð. Þar má nefna þemaheftin Íslenska fyrir mig fyrir byrjendur og Söguskjóðuna fyrir eldri nemendur og nýjan pólskan orðalista frá Emiliu Mlynska þar sem eru hugtakaskýringar á pólsku við Ljóð í tíunda. Allt nauðsynlegar viðbætur sem nú eru komnar inn í heftið á hlekknum hér fyrir neðan.
Að hverju þurfum við að huga?
Nú hef ég tekið saman ýmsar upplýsingar sem hafa verið hér og þar á þessum vef og komið þeim saman í eitt hefti sem ég vona að nýtist kennurum sem eru að fá nýja erlenda nemendur í bekkinn sinn. Helstu þættir þessarrar samantektar eru:
** Móttökuviðtal
** Hvaða efni er til fyrir erlenda nemendur?
** Hefur námsefni á unglingastigi verið aðlagað?
** Orðalistar og hugtakaskýringar
** Stöðumat og einstaklingsnámskrár
** Kennsluaðferðir og leikir
** Samskipti við heimili og foreldra
** Jólin
** Vefur
Samantekt fyrir kennara – endurskoðuð 20. september: sjá hér
Upplýsingar um grunnskólana á tailensku
Nú erum við búin að fá þýðingu á helstu upplýsingum um grunnskólana á Akureyri á tailensku. Fyrr í sumar komu sömu upplýsingar á ensku og pólsku hér inn á síðuna.
Tailenskuna má sjá hér