Stöðumat

Oft byrjum við á því að kenna annars máls nemendunum okkar íslensku þematengt og hugsum þá um orðaforða daglegs máls, til þess að auðvelda nemendum að tjá sig og skilja  algengan orðaforða og svo skólaorðaforða og þau orð sem nemendur þurfa að þekkja og skilja þar.
Þegar lengra líður bætast margir þættir við íslenskukennsluna, t.d. einföld málfræði og hugtök hennar, hugtök námsgreina, við viljum kanna lesskilning og lesfærni o.s.frv.
Núna var ég að búa til stöðupróf fyrir nemanda sem er búinn að dvelja hér nokkurn tíma og ákvað að skoða nokkur hæfniviðmið íslensku 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla og sjá hvernig það gengi. Ef einhver vill skoða eða nýta sér þetta matstæki er það að finna hér

Þessi færsla var birt undir 2017. Bókamerkja beinan tengil.