Greinasafn fyrir flokkinn: 2018
Að muna eftir því sem er til
Við vitum oft af ýmsum góðum leiðum sem gagnast okkur í vinnu með nýkomnum nemendum okkar en gleymum að nýta okkur þær í amstri dagsins. Ein slík leið gæti verið vefurinn Velkomin sem er inni á Tungumálatorgi. Slóðin er hér
Stærðfræðihugtök á kínversku
Það er ekki oft sem ég hef fundið námsefni eða orðalista á kínversku en nú er hægt að fagna orðalista í stærðfræði á íslensku, ensku og kínversku. Hann má skoða hér
Tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Akureyri
Því miður eru þessar upplýsingar ennþá aðeins á íslensku en geta þó vonandi nýst einhverjum við að skoða hvaða tómstundastarf er í boði fyrir nemendur á Akureyri. Alltaf er vísað í heimasíður þar sem frekari upplýsingar eru að finna (á … Halda áfram að lesa
Áhugaverð vinnustofa á vegum SÍSL í haust
Námskeið fyrir kennara erlendra nemenda
Í byrjun desember kynnti fræðslusvið Akureyrarbæjar og Miðstöð skólaþróunar HA námskeið fyrir kennara erlendra nemenda. Námskeiðið verður fimm mánudaga, 22. jan., 5. febrúar, 19. febrúar, 5. mars og 19. mars. Unnið verður með afmarkaðan þátt í hvert skipti en þeir … Halda áfram að lesa
Frístundastyrkur Akureyrarbæjar 2018
Frístundastyrkur Akureyrarbæjar árið 2018 er fyrir börn sem fædd eru árið 2001 og til og með 2012. Styrkurinn hefur hækkað frá síðasta ári og er nú 30.000 krónur. Upplýsingar á ensku, pólsku, arabísku og lettnesku má sjá hér