Um Al-Asma’i

Fyrir stuttu heyrði ég ljóð á arabisku sem heitir Rödd næturgalans. Þetta ljóð er fullt af tungubrjótum og orðum sem eru erfið í framburði. Höfundur þess er Al-Asma’i en hann fæddist í Basrah í Írak árið 740 og dó þar árið 828. Hann var heimspekingur, náttúrufræðingur, skáld og málfræðingur sem hafði einstaka þekkingu á klassískri arabísku.
Með ljóðinu fylgdi saga um hvernig það varð til og er hún mjög skemmtileg.
Verkefni sem sameinar ensku, íslensku og arabísku um ljóðið um næturgalann má finna hér.
Sýrlenskur nemandi las þetta ljóð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar þann 20. mars og stóð sig með mikilli prýði.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.