Uppfærðir Quizlet tenglar

Sigga í Glerárskóla var að senda mér uppfærða quizlet tengla en hún er að vinna þetta verkefni með nemendum sínum á unglingastigi. Bestu þakkir og slóðin er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Uppfærðir Quizlet tenglar

Google Voice – að tala texta inn í forritið

Stundum eru nemendur hikandi við að skrifa texta. Þá má prófa að nota Google Voice en þá tala þeir textann sinn, eða það sem þeir vilja skrifa, og fylgjast með orðunum birtast á skjánum. Nánari leiðbeiningar í skjali hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Google Voice – að tala texta inn í forritið

Borðspil – um fatnað og mat

Set hér inn slóð að tveimur góðum borðspilum sem Anna Lára Pálsdóttir hefur gert fyrir nemendur sína. Prenta og plasta!  Kærar þakkir Anna Lára!   Myndaniðurstaða fyrir smileys
Spil um fatnað
Spil um mat

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Borðspil – um fatnað og mat

Quizlet tenglar – náttúrufræði á unglingastigi

Þeim nemendum sem eru að stíga sín fyrstu spor í grunnskólum á unglingsaldri veitist erfitt að taka virkan þátt í lesgreinum, enda texti bóka langt frá getu þeirra í íslensku.  Þá reynir verulega á kennarann;  kennsluaðferðir og leiðir til að kynna ný og framandi hugtök fyrir nemendum. Ég gladdist því sérstaklega í gær þegar Sigga, kennari í Glerárskóla sendi mér slóðir að quizlet tenglum sem hún er að vinna  í náttúrufræðikennslu á unglingastigi – á ensku og pólsku – til að kenna nemendum sínum ýmis grunnhugtök.
Kærar þakkir fyrir að deila námsefni sem þið eruð að vinna. Það kemur nemendum sérstaklega til góða og sýnir samvinnu og samhjálp meðal kennara.
Slóðin á tenglana er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Quizlet tenglar – náttúrufræði á unglingastigi

Dagur íslenskrar tungu – ritunarsamkeppni!

Nú hefur verið hrundið af stað ritunarsamkeppni meðal grunnskólanema á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Það má senda inn ljóð, leikrit, smásögu eða hvað annað sem býr innra með nemendum. Eina skilyrðið er að efnið sé á íslensku.
Ekki er verið að meta færni í íslensku, heldur virkni, sköpunarkraft og þor til að nota íslenskuna til tjáningar og gleði.
Skilafrestur er til 31. október og viðurkenningar verða veittar þann 17. nóvember n.k. í Amtsbókasafninu.
Nánari upplýsingar má finna hér: íslenska   enska

 

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Dagur íslenskrar tungu – ritunarsamkeppni!

Vertu með!

UMFÍ hefur nú gefið út bæklinga (á síðunni þeirra á rafrænu formi) þar sem hægt er að finna upplýsingar um starfsemi íþrótta – og ungmennafélaga landsins.
Eins og oft hefur verið bent á, er þátttaka barna af erlendum uppruna í íþróttum mun minni en íslenskra jafnaldra þeirra. Íþróttaiðkun er þó mikilvæg, bæði líkamlegri og andlegri/félagslegri líðan okkar. Á íþróttaæfingum eru krakkarnir líka í íslensku málumhverfi, sem er mjög gott fyrir íslenskukunnáttu og þjálfun. Bæklingarnir eru á ensku, pólsku, filippeysku, litháísku og tailensku og slóðin er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Vertu með!

Blaðagrein á ensku um Byrjendalæsi

Í hausthefti blaðsins „English 4-11“ nr. 61, 2017, birtist grein um Byrjendalæsi, sem þau Jenný Gunnbjörnsdóttir, Rúnar Sigþórsson og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skrifuðu. Sagt er frá aðferðafræðinni og litið inn í tíma til kennara sem eru að kenna samkvæmt henni.  Fræðandi grein sem er gott að benda enskumælandi foreldrum á að lesa.  Greinin er hér og einnig undir flipanum „Byrjendalæsi“.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Blaðagrein á ensku um Byrjendalæsi

Sögueyjan, 2. hefti – orðaskýringar og íslenskur og enskur útdráttur

Bækurnar um Sögueyjuna eru víða kennda á miðstigi. Ég er að vinna orðaskýringar og útdrátt  á ensku úr hverjum kafla í bók nr. tvö – auk þess sem gert er  ráð fyrir þýðingu á móðurmál nemenda ef þeir geta fengið aðstoð við það.
Set hér inn kafla tvö til fimm en síðari hluti bókarinnar er í vinnslu á sama hátt.
Hér má finna kaflanakafli 2kafli 3kafli 4kafli 5

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Sögueyjan, 2. hefti – orðaskýringar og íslenskur og enskur útdráttur

Íslenskuaðstoð á Amtsbókasafninu

Eins og undanfarin ár býður Lionsklúbburinn Ylfa aðstoð við íslenskunám á Amtsbókasafninu í vetur. Þær Lionskonur verða þar á sama tíma og áður, á þriðjudögum á milli kl. 16:30 og 17:30 og byrja þriðjudaginn 9. október.
Þessi þjónusta er frí og öllum heimil.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Íslenskuaðstoð á Amtsbókasafninu

Fréttabréf í upphafi skólaárs

Það er langt síðan ég hef sent frá mér fréttabréf en í upphafi nýs skólaárs ákvað ég að staldra við og skrifa eitt bréf. Það má
lesa hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fréttabréf í upphafi skólaárs