Blaðagrein á ensku um Byrjendalæsi

Í hausthefti blaðsins „English 4-11“ nr. 61, 2017, birtist grein um Byrjendalæsi, sem þau Jenný Gunnbjörnsdóttir, Rúnar Sigþórsson og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skrifuðu. Sagt er frá aðferðafræðinni og litið inn í tíma til kennara sem eru að kenna samkvæmt henni.  Fræðandi grein sem er gott að benda enskumælandi foreldrum á að lesa.  Greinin er hér og einnig undir flipanum „Byrjendalæsi“.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.