Quizlet tenglar – náttúrufræði á unglingastigi

Þeim nemendum sem eru að stíga sín fyrstu spor í grunnskólum á unglingsaldri veitist erfitt að taka virkan þátt í lesgreinum, enda texti bóka langt frá getu þeirra í íslensku.  Þá reynir verulega á kennarann;  kennsluaðferðir og leiðir til að kynna ný og framandi hugtök fyrir nemendum. Ég gladdist því sérstaklega í gær þegar Sigga, kennari í Glerárskóla sendi mér slóðir að quizlet tenglum sem hún er að vinna  í náttúrufræðikennslu á unglingastigi – á ensku og pólsku – til að kenna nemendum sínum ýmis grunnhugtök.
Kærar þakkir fyrir að deila námsefni sem þið eruð að vinna. Það kemur nemendum sérstaklega til góða og sýnir samvinnu og samhjálp meðal kennara.
Slóðin á tenglana er hér

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.