Greinasafn eftir: Helga Hauks

Móðurmálskennsla

Nú á vorönninni 2018 fer fram móðurmálskennsla í pólsku og arabísku á Akureyri. Allir eru ánægðir með að krakkarnir eigi nú loks kost á formlegri kennslu í móðurmáli sínu og þrói það og bæti við þekkingu sína í því, samhliða … Halda áfram að lesa

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Móðurmálskennsla

Viðbót við pólsk-íslenska hugtakalista: Á ferð um samfélag

Enn hefur Emilia Mlynska bætt við  hugtakalista á pólsku og íslensku, nú 1. kafla úr bókinni Á ferð um samfélag. Listann má sjá hér og einnig er hann kominn undir flipann pólska – hér til hægri á vefnum. Takk Emilia!

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Viðbót við pólsk-íslenska hugtakalista: Á ferð um samfélag

Læsisráðin – Lengi býr að fyrstu gerð

Læsisráðin, sem bera heitið Lengi býr að fyrstu gerð, eru handhæg ráð sem bæði foreldrar og kennarar geta nýtt sér til að styðja við málþroska barna. Menntamálastofnun hefur látið þýða þau bæði á ensku og pólsku. Hér er íslenska útgáfan … Halda áfram að lesa

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Læsisráðin – Lengi býr að fyrstu gerð

Fyrsti fræðslufundur af fimm

Í gær, mánudag 22. janúar, mættu 40 kennarar á fyrsta fræðslufund af fimm, um menningu, samskipti og kennslu nemenda af erlendumuppruna, í sal Brekkuskóla. Við munum hittast næst mánudaginn 5. febrúar og þá mun Kristín Vilhjálmsdóttir, frá Borgarbókasafninu, m.a. segja … Halda áfram að lesa

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Fyrsti fræðslufundur af fimm

Stærðfræðihugtök á arabísku

Ólöf Ragnarsdóttir gaf mér leyfi til að setja hér inn á vefinn lista með stærðfræðihugtökum á arabísku/íslensku.  Listann má sjá hér og undir flipanum arabíska. Svona safnast smám saman í sarpinn þegar margir hjálpast að! Bestu þakkir Ólöf!

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Stærðfræðihugtök á arabísku

Að muna eftir því sem er til

Við vitum oft af ýmsum góðum leiðum sem gagnast okkur í vinnu með nýkomnum nemendum okkar en gleymum að nýta okkur þær í amstri dagsins. Ein slík leið gæti verið vefurinn Velkomin sem er inni á Tungumálatorgi. Slóðin er hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Að muna eftir því sem er til

Stærðfræðihugtök á kínversku

Það er ekki oft sem ég hef fundið námsefni eða orðalista á kínversku en nú er hægt að fagna orðalista í stærðfræði á íslensku, ensku og kínversku. Hann má skoða hér

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Stærðfræðihugtök á kínversku

Tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Akureyri

Því miður eru þessar upplýsingar ennþá aðeins á íslensku en geta þó vonandi nýst einhverjum við að skoða hvaða tómstundastarf er í boði fyrir nemendur á Akureyri. Alltaf er vísað í heimasíður þar sem frekari upplýsingar eru að finna (á … Halda áfram að lesa

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Akureyri

Áhugaverð vinnustofa á vegum SÍSL í haust

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Áhugaverð vinnustofa á vegum SÍSL í haust

Námskeið fyrir kennara erlendra nemenda

Í byrjun desember kynnti fræðslusvið Akureyrarbæjar og Miðstöð skólaþróunar HA námskeið fyrir kennara erlendra nemenda. Námskeiðið verður fimm mánudaga, 22. jan., 5. febrúar, 19. febrúar, 5. mars og 19. mars. Unnið verður með afmarkaðan þátt í hvert skipti en þeir … Halda áfram að lesa

Birt í 2018 | Slökkt á athugasemdum við Námskeið fyrir kennara erlendra nemenda