Nú er stöðumat fyrir erlenda nemendur, sem unnið hefur verið að og þýtt úr sænsku, aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar. Þar er það vistað undir flipanum próf og mat. Efnið er ætlað nemendum grunn- og framhaldsskóla en unnið er að stöðumati fyrir nemendur leikskólastigs.
Námskeið um fyrirlögn stöðumatsins fyrir kennara á Akureyri og nágrenni hefur verið fyrirhugað lengi og frestað tvisvar vegna fjöldatakmarkana. Nú er námskeiðið fyrirhugað í mars og verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Hér er hlekkur á stöðumatið á vefsíðu Menntamálastofnunar
Stöðumat fyrir erlenda nemendur
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.