Föstumánuður muslima – ramadan

Þetta árið hefst ramadan þann 16. maí og lýkur 14. júní. Samkvæmt muslimsku tímatali hefst hátíð við sólarlag næsta dags á undan, svo eflaust munu margir fagna ramadan við sólsetur í kvöld, þann 15. maí.
Samkvæmt tímatali muslima er ramadan alltaf á sama tíma en það er vegna þess að það fylgir tunglárinu en gregorískt tímatal fylgir gangi sólar. Því færist ramadan til í okkar dagatali um 11-13 daga ár hvert. Þannig mun ramadan hefjast 6. maí árið 2019 og 24. apríl árið 2020.
Síðasti dagur ramadan nefnist Eid-al-Fitr. Orðið Eid merkir hátíð og orðið Fitr merkir „að brjóta“ og síðasta dag ramadan er hátíð þess að fastan er rofin.  Það er jafnframt dagurinn til að láta af öllum slæmum siðum og venjum. Fyrir Eid-al-Fitr fá börn gjarnan ný föt og það eru gefnar gjafir og þetta er önnur af tveimur stærstu hátíðum í trú muslima.
Í ramadan fastar fólk frá sólarupprás til sólarlags. Börn fasta ekki, ekki ófrískar konur, eða þær sem eru með barn á brjósti, þeir sem eru á ferðalagi eða þeir sem eru veikburða eða aldraðir.
Þegar ramadan ber upp á sumarmánuðina, t.d. á Íslandi, þar sem sólargangur er mjög langur, miðar fólk föstutímann við sólarganginn í Mekka, þar sem óraunhæft er að fasta meirihluta sólarhringsins.
Í ramadan er sérstök áhersla lögð á trúarlega þætti eins og bænahald, lestur Kóransins og að gefa til þeirra sem minna hafa.

Þessi færsla var birt undir 2018. Bókamerkja beinan tengil.