Í gær tókst okkur loksins að halda námskeið um stöðumat erlendra nemenda, sem hefur staðið til að halda í rúmlega eitt og hálft ár.
Námskeiðið héldu fulltrúar úr stýrihópnum sem stóð að þýðingum efnisins og innleiðingu, þær Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Kolfinna Njálsdóttir frá Reykjanesbæ, Aneta Stanislawa Figlarska frá Árborg og Kristrún Sigurjónsdóttir frá Hafnarfirði.
Alls mættu 47 á námskeiðið frá grunnskólum Akureyrarbæjar og úr nærumhverfi bæjarins.
Námskeiðið heppnaðist mjög vel og voru námskeiðsgestir mjög ánægðir. Vonandi tekst okkur innleiða stöðumatið hér fyrir norðan á allra næstu vikum.
Stöðumat fyrir erlenda nemendur
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.