Sumarið er komið

Þá er sumarið runnið upp og nemendur og starfsfólk grunnskólanna farið út í sumarið. Á meðan starfsemi í grunnskólum liggur niðri vegna sumarfría verður farið í smá viðhaldsvinnu á vefnum erlendir.akmennt.is það getur orsakað að einhverjar síður liggi niðri tímabundið. Stefnt er að því að síðan verði komin í fulla virkni þegar skólarnir hefjast á ný í ágúst.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Sumarið er komið

Nú er hægt að þýða síðuna okkar á fjölmörg tungumál

Nú er hægt að þýða flestar síður á heimasíðunni okkar erlendir.akmennt.is. Það auðveldar aðgengi erlendra foreldra og nemenda að síðunni.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nú er hægt að þýða síðuna okkar á fjölmörg tungumál

Fræðsla um jólin á ýmsum tungumálum

Miðja máls og læsis hefur gefið út fræðslu um jólin og jólasveinana á mörgum tungumálum sem er að finna hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fræðsla um jólin á ýmsum tungumálum

Fræðsluerindi á vegum Menntahleðslu menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 8.desember klukkan 12:30-16:00 býður Starfsþróun Menntavísindastofnunnar upp á fræðslu um kennslu barna og unglinga með flóttabakgrunn. Fræðslan er þátttakendum að kostnaðarlausu og fer fram á zoom. Hvetjum við alla kennara sem koma að kennslu barna og unglinga með flóttabakgrunn að nýta sér þessa flottu kennslu.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fræðsluerindi á vegum Menntahleðslu menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri hafa verð gerð á 4 erlendum tungumálum auk íslensku, það er ensku, pólsku, spænsku og rússnesku Jafnframt er hægt að finna þau hér á síðunni undir grunnskólar – móttaka nemenda. Vonum við að myndböndin komi að góðum notum við að kynna grunnskólakerfið okkar og að bjóða erlenda nemendur og foreldra þeirra velkomin til Akureyrar. Stefnt er að því að bæta fleiri þýðingum inn í sjóðinn okkar á næstu árum.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri

Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli

Menntamálastofnun hefur gefið út bæklinginn Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli. Bæklinginn er að finna hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli

Frístundastarf í sumar

Hér er að finna upplýsingar um frístundastarf á Akureyri í sumar.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frístundastarf í sumar

Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla

Menntamálastofnun gaf á síðasta ári út hæfniramma í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla og hvetjum við starfsfólk í leikskólum sem starfa með fjöltyngdum börnum, sem og foreldra fjöltyngdra barna til að kynna sér þetta plagg (sjá hér)

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla

Gleðilegt ár

Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs, þakka ég ánægjuleg kynni á ný liðnu ári.
Hlakka til samstarfs við ykkur öll á nýju ári.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt ár

Breytingar á síðunni

Verið er að uppfæra heimasíðuna erlendir.akmennt.is um þessar mundir. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan janúar. Allt efni síðunnar er aðgengilegt á meðan á vinnunni stendur.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Breytingar á síðunni