Upplýsingar um Reykjaskóla á ensku og pólsku

Ég þakka Reykjaskóla fyrir að gefa mér leyfi til að setja hér inn upplýsingar um skóladvöl 7. bekkinga þar, á ensku. Emilia Mlynska hafði líka þýtt upplýsingar um skólabúðirnar á pólsku, svo nú má finna þessar upplýsingar undir flipunum enska og pólska.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um Reykjaskóla á ensku og pólsku

Upplýsingar uppfærðar

Nú um áramót urðu breytingar á gjaldskrám grunnskólanna, bæði gjald fyrir frístund og fæði og frístundastyrkur sem árið 2019 er fyrir nemendur fædda á árabilinu 2002-2013 hefur hækkað upp í 35.000 krónur.  Þessar breytingar hafa verið gerðar í skjölum á ensku, pólsku og tailensku, hér á vefnum,  þar sem finna má upplýsingar um starf grunnskóla bæjarins.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar uppfærðar

Samræður daglegs lífs

Það er mikilvægt að æfa þær samræður sem við tökum þátt í, í daglegu lífi okkar. Hér er verkefni af þeim toga, spjall um kaffihúsaferð. Nemendur þurfa að flokka orðin eftir númerum og raða hverri málsgrein rétt  upp. Best að klippa í sundur, plasta og geyma í umslagi til endurnota 🙂   Sjá hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samræður daglegs lífs

Upplýsingar um jólasveina á arabísku

Hér er hlekkur á síðu arabísk-íslenska menningarsetursins með upplýsingum um íslensku jólasveinana, hvenær þeir koma og fara. Hér aðeins neðar á síðunni eru líka upplýsingar um íslenska jólasiði og jólasveina á arabísku.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar um jólasveina á arabísku

Fleiri jólaverkefni

Hér eru fleiri jólaverkefni. Þessi koma frá Heklu Hannibalsdóttur í Kópavogi. Takk Hekla!

Jólakrossgáta
Tengið saman orð og mynd
Skrifið rétt orð við myndirnar
Um íslensku jólasveinana og verkefni

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fleiri jólaverkefni

Aðventa og undirbúningur jóla

Ég minni kennara á ýmislegt efni tengt jólum sem er að finna hér til hægri á síðunni undir heitinu Fróðleikur og verkefni tengd jólum – tenglsafn.
Set hér inn nokkra tengla:
Dagatalssaga: Jólin hans Antons
Um íslensku jólasveinana á pólsku
Upplýsingar um íslenska jólasiði á arabísku
Jólaspilið hennar Ingibjargar Eddu

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðventa og undirbúningur jóla

Afhending viðurkenninga í ritlistarsamkeppni 17. nóvember

Fögnum fjölbreytileika íslenskunnar: Ritlistarsamkeppni nemenda sem hafa íslensku sem annað mál.
Niðurstöður keppninnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Amstsbókasafninu laugardaginn 17. nóvember.
Þátttakendur voru alls 18 og komu frá 11 löndum. Allir fengu viðurkenningarskjal, bíómiða og íslenska bók að eigin vali fyrir að senda inn góða og fjölbreytta texta.
Aðalverðlaunin voru vetrarkort í Hlíðarfjall og önnur til þriðju verðlaun leikhúsmiðar á sýninguna Gallsteinar afa Gissa (sem sýnd verður eftir áramót). Sérstök verðlaun voru svo þátttaka í Vísindaskóla unga fólksins í HA næsta sumar, fyrir tvo nemendur.
Markmið þessa verkefnis var að hvetja börn og unglinga til að nota íslensku á skapandi hátt; að benda þeim á að íslenskan er ekki aðeins skólamál, heldur mál sagna, ljóða og leikrita; hver og einn notar málið eins og hann best getur og á fjölbreyttan hátt.
Verðlaunahafar voru:

Jana Alkathib, 7. bekk Giljaskóla, frá Sýrlandi
Olaf Gnidziejko, 4. bekk Oddeyrarskóla, frá Póllandi
Matiss Leo Meckl, 9. bekk Oddeyrarskóla, frá Lettlandi og Þýskalandi
Magdalena Sulova, 5. bekk Naustaskóla, frá Tékklandi
Navaneethan Sathiya Moorthy, 7. bekk Brekkuskóla, frá Indlandi

Hér má sjá hóp ánægðra nemenda á Amtsbókasafninu á laugardaginn!


Þetta verkefni var samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Akureyrarbæjar, Amtsbókasafnsins og KEA.
Við óskum vinningshöfum til hamingju og  þökkum öllum fyrir þátttökuna og vonum að krakkarnir haldi áfram að nota íslenskuna sér til ánægju og yndisauka við sem flest tækifæri.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Afhending viðurkenninga í ritlistarsamkeppni 17. nóvember

Undirskriftir vegna persónuverndar

Með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum hafa skjöl sem foreldrar undirrita í skólunum nú verið endurskoðuð og nýjar útgáfur þýddar á ensku og pólsku. Við þýðingar var farið eftir þeim nýju útgáfum sem skólarnir höfðu unnið á íslensku nú í haust.
Enska A, Enska B, Pólska A, Pólska B.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Undirskriftir vegna persónuverndar

Jónas með hreim

Í byrjun október var kynnt ritsmíðakeppni meðal nemenda með  íslensku sem annað mál í grunnskólum Akureyrar. Skilafrestur var til 31. október og nú er dómnefnd að fara yfir aðsent efni. Niðurstöður verða kynntar á Amtsbókasafninu næsta laugardag, 17. nóvember kl. 12:00.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Jónas með hreim

Aðlagað efni Íslandssögu

Nú er útdráttur úr kafla sex úr Sögueyjunni, 2. hefti, kominn á íslensku og ensku, með orðalista og stuttu verkefni. Sjá hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðlagað efni Íslandssögu