Greinasafn eftir: Helga Hauks
Blaðagrein á ensku um Byrjendalæsi
Í hausthefti blaðsins „English 4-11“ nr. 61, 2017, birtist grein um Byrjendalæsi, sem þau Jenný Gunnbjörnsdóttir, Rúnar Sigþórsson og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skrifuðu. Sagt er frá aðferðafræðinni og litið inn í tíma til kennara sem eru að kenna samkvæmt henni. … Halda áfram að lesa
Sögueyjan, 2. hefti – orðaskýringar og íslenskur og enskur útdráttur
Bækurnar um Sögueyjuna eru víða kennda á miðstigi. Ég er að vinna orðaskýringar og útdrátt á ensku úr hverjum kafla í bók nr. tvö – auk þess sem gert er ráð fyrir þýðingu á móðurmál nemenda ef þeir geta fengið … Halda áfram að lesa
Íslenskuaðstoð á Amtsbókasafninu
Eins og undanfarin ár býður Lionsklúbburinn Ylfa aðstoð við íslenskunám á Amtsbókasafninu í vetur. Þær Lionskonur verða þar á sama tíma og áður, á þriðjudögum á milli kl. 16:30 og 17:30 og byrja þriðjudaginn 9. október. Þessi þjónusta er frí … Halda áfram að lesa
Fréttabréf í upphafi skólaárs
Það er langt síðan ég hef sent frá mér fréttabréf en í upphafi nýs skólaárs ákvað ég að staldra við og skrifa eitt bréf. Það má lesa hér
Fræðslufundir um nemendur sem hafa upplifað áföll
Fimmtudaginn 6. sept. og föstudaginn 7. september var kennurum leik- og grunnskóla boðið upp á fræðslufund sem Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur, var með um börn sem hafa orðið fyrir áföllum af einhverju tagi. Hann ræddi um hvernig það getur lýst … Halda áfram að lesa
Uppfærð handbók
Handbók fyrir kennara sem eru að taka á móti erlendum nemanda/hafa erlenda nemendur í bekknum sínum hefur nú verið uppfærð. Nýja útgáfan er undir tengli hér til hægri Efni fyrir kennara.
Nýr tengill
Nú er kominn tengill hér til hægri á síðunni, inn á vefinn VELKOMIN, en hann er gott að nota með erlendum nemendum og foreldrum fyrstu skóladagana. Endilega kynnið ykkur hann, ef þið hafið ekki notað hann áður.
Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar
Menntamálastofnun hefur gefið út sumarlæsisdagatal þar sem bent er á ýmsar skemmtilegar og óhefðbundnar leiðir til að styðja við lestur krakka í sumarleyfi. Dagatalið var gefið út bæði á ensku og pólsku, auk íslensku.
Skýrsla skólaársins 2017-2018
Í lok hvers skólaárs er gott að líta yfir farinn veg og skoða helstu verkefni og áherslur vetrarins. Nú er komin skýrsla yfir skólaárið 2017-2018 og hana má lesa hér. Ég þakka kennurum, nemendum og foreldrum fyrir samstarf vetrarsins og … Halda áfram að lesa
Quizlet tenglar
Þær Halla og Erna, kennarar í Brekkuskóla, sendu mér quizlet tengla sem geta nýst nemendum sem eru að læra íslensku vel. Kærar þakkir stelpur og tenglana má sjá hér!