Stöldrum við andartak – kennarar og foreldrar!

Stundum er gott að staldra aðeins við og hugsa um stöðu nemenda sem eru tví- eða fleirtyngdir í bekknum okkar. Það sama á við um foreldra barna sem búa við fleiri en eitt tungumál í umhverfi sínu og uppvexti. Hvað vitum við um raunverulega málnotkun þeirra; á hvaða máli hugsa þau, nota þau eitt tungumál þegar þau hugsa um skólatengd viðfangsefni og annað þegar þau hugsa um málefni tengd fjölskyldu? Hvaða tungumál tala systkini saman og hvaða tungumál er notað í vinahópnum? Hvaða tungumál er þeim virkilega tamast og hvað finnst þeim auðveldast að nota?
Setti saman nokkra punkta á blað fyrir fund með foreldri og nemanda – og bætti síðan við nokkrum sem gætu nýst kennurum og öðrum sem vinna með fleirtyngdum börnum og unglingum. Sjá hér.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.