Nú hefur verið hrundið af stað ritunarsamkeppni meðal grunnskólanema á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Það má senda inn ljóð, leikrit, smásögu eða hvað annað sem býr innra með nemendum. Eina skilyrðið er að efnið sé á íslensku.
Ekki er verið að meta færni í íslensku, heldur virkni, sköpunarkraft og þor til að nota íslenskuna til tjáningar og gleði.
Skilafrestur er til 31. október og viðurkenningar verða veittar þann 17. nóvember n.k. í Amtsbókasafninu.
Nánari upplýsingar má finna hér: íslenska enska