- apríl 2016
Nú er nýr vefur loksins að verða til – og það einmitt þann 1. apríl!
Gamla Front-page síðan mín gaf upp öndina í mars og þá var mér nauðugur einn kostur – að reyna að setja mig í stellingar og koma nýjum vef í gagnið. Ég er ekki búin að koma öllum gögnum af gamla vefnum yfir á þennan nýja en ákvað að virkja hann núna og held svo áfram uppfærslunni eftir því sem tími gefst til.Eins og við er að búast er þessi aðeins öðruvísi upp settur en markmiðið er sem fyrr að vera gagnagrunnur fyrir kennara nemenda sem eru með íslensku sem annað mál. Allar ábendingar eru vel þegnar á netfangið helgah@akureyri.isNý vefslóð er: erlendir.akmennt.is
Nýr vefur fær vængi
Þessi færsla var birt undir 2016. Bókamerkja beinan tengil.