Ég hef fengið sendar upplýsingar á pólsku og ensku frá menntasviði Kópavogsbæjar um hvernig foreldrar geta unnið með kvíða barna sinna vegna covid veirunnar. Ég hef sent allar þessar upplýsingar til grunn- og leikskólastjóra bæjarins, ef þeir vilja setja þær á heimasíður/fésbókarsíður skólanna. Einnig gott fyrir erlenda foreldra að vita af íslensku covid-síðunni, þar sem auðvelt er að lesa um stöðu mála hér á landi. Þar eru upplýsingar m.a. á ensku, spænsku, pólsku, arabísku og tailensku.
Slóðin er hér.