Fríða Bjarney Jónsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur var að senda út veggspjald og leiðbeiningarbækling, Gefðu 10! Þar er bent á aðferðir og leiðir til að auka samræðu og samskipti við fjöltyngd börn sem eru að læra íslensku sem annað mál. Efnið er ætlað leikskólastigi en það er sjálfsagt að nota það með yngstu bekkjum grunnskólans og hafa þessa leið í huga fyrir alla nemendur sem þurfa á jákvæðri athygli og hvatningu að halda.
Hér er veggspjaldið
Hér er bæklingurinn
Gefðu 10! Góð ráð til að auka samskipti og samræðu
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.