Alþjóðadagur móðurmálsins er 21. febrúar. Móðurmál er hluti af menningu okkar og sjálfsmynd, sem einstaklinga og þjóða. Tungumál heims eru margvísleg og mörg þeirra framandi og alls ókunn þeim sem búa í ólíkum heimshlutum. Það er gaman að leyfa nemendum að hlusta á framandi tungumál og skoða ritmál sem við skiljum engan veginn. Hér eru sögur á framandi tungumálum með íslenskum þýðingum sem Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að því að þýða fyrir vetrarhátíð árið 2005.
Arabísk saga með íslenskri þýðingu:
Slangan og fiskurinn
Japönsk saga með íslenskri þýðingu:
Mýsnar í Sumo
Kínversk saga með íslenskri þýðingu:
Risinn og vorið
Singalíska – frá Sri Lanka:
Sundara frændi og aldingarðurinn