Fræðsluerindi á vegum Menntahleðslu menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 8.desember klukkan 12:30-16:00 býður Starfsþróun Menntavísindastofnunnar upp á fræðslu um kennslu barna og unglinga með flóttabakgrunn. Fræðslan er þátttakendum að kostnaðarlausu og fer fram á zoom. Hvetjum við alla kennara sem koma að kennslu barna og unglinga með flóttabakgrunn að nýta sér þessa flottu kennslu.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fræðsluerindi á vegum Menntahleðslu menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri hafa verð gerð á 4 erlendum tungumálum auk íslensku, það er ensku, pólsku, spænsku og rússnesku Jafnframt er hægt að finna þau hér á síðunni undir grunnskólar – móttaka nemenda. Vonum við að myndböndin komi að góðum notum við að kynna grunnskólakerfið okkar og að bjóða erlenda nemendur og foreldra þeirra velkomin til Akureyrar. Stefnt er að því að bæta fleiri þýðingum inn í sjóðinn okkar á næstu árum.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri

Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli

Menntamálastofnun hefur gefið út bæklinginn Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli. Bæklinginn er að finna hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli

Frístundastarf í sumar

Hér er að finna upplýsingar um frístundastarf á Akureyri í sumar.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frístundastarf í sumar

Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla

Menntamálastofnun gaf á síðasta ári út hæfniramma í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla og hvetjum við starfsfólk í leikskólum sem starfa með fjöltyngdum börnum, sem og foreldra fjöltyngdra barna til að kynna sér þetta plagg (sjá hér)

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla

Gleðilegt ár

Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs, þakka ég ánægjuleg kynni á ný liðnu ári.
Hlakka til samstarfs við ykkur öll á nýju ári.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt ár

Breytingar á síðunni

Verið er að uppfæra heimasíðuna erlendir.akmennt.is um þessar mundir. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan janúar. Allt efni síðunnar er aðgengilegt á meðan á vinnunni stendur.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Breytingar á síðunni

Lærum íslensku/دعونا نتعلم الأيسلندية

Á vefnum Nýbúar í Giljaskóla, sem smíðaður var af Bergmann Guðmundssyni í Giljaskóla og Hans Rúnari Snorrasyni er að finna bjargir og síður sem hægt er að nota til að aðstoða arabísku mælandi nemendur við að læra íslensku og hjálpa til við að skilja tungumálið betur. Við hvetjum foreldra, nemendur og kennara til að skoða þennan flotta vef.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Lærum íslensku/دعونا نتعلم الأيسلندية

Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla: íslenska sem annað mál, menningarfærni og fjölbreytni í skólastarfi

Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á nokkrum köflum í aðalnámskrá grunnskóla er snúa að nemendum með annað mál en íslensku sem sitt sterkasta mál.

Mestu breytingarnar koma fram í kafla 19.3 íslenska sem annað mál. Hér eru lagðir fram þrepaskiptir hæfnirammar sem skipt er upp í 4 stig byggt á hæfni nemandans í íslensku, óháð aldri. Hæfniviðmið við lok 10.bekkjar hafa einnig verið sett fram fyrir þá nemendur sem ekki eru komnir það langt í íslenskunáminu sínu að hægt sé að meta þá eftir aldurstengdum viðmiðum. Hæfniviðmiðin koma fram í kafla 19.4.

Jafnframt hafa verið gerðar breytingar á almennum hluta aðalnámskrá, þar eru komnir 3 nýjir undirkaflar í 7. kafla.

  • Kafli 7.12 Menningarlæsi. Í þessum kafla er það undirstrikað að menningarlæsi þarf að kynna fyrir og kenna öllum grunnskólabörnum, ekki síst í ljósi þess að allir eiga að njóta sömu réttinda og að allt nám á að byggja á samvinnu, jöfnuði og lýðræði.
  • Kafli 7.13 Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Hér er meðal annars ítrekað mikilvægi þess að vel sé staðið að móttöku nemenda með íslensku sem annað mál og foreldrum þeirra inn í íslenskt skólakerfi, að bakgrunni þeirra, fyrri þekkingu og styrkleikum sé gert hátt undir höfði. Auk þess að stöðumat sé lagt fyrir erlenda nemendur við upphaf grunnskólagöngu í íslenskum grunnskólum.
  • Kafli 7.14 Fjöltyngi. Í þessum kafla er áhersla lögð á auðlindina sem er að finna í tungumálinu og mikilvægi þess að viðhalda virku fjöltyngi, jafnt fyrir barnið, foreldra barnsins og samfélagið í heild. Jafnframt er mikilvægi þess að skólar og frístundaheimili setji sér tungumálastefnu undirstrikað.

Samhliða þessum breytingum hefur vefsíðan adalnamskra.is verið opnuð og er stefnan sú að síðan verði lifandi plagg með ýmsum verkfærum sem nýtast kennurum. Hvetjum við alla til að skoða síðuna sem er hlekkur á hér að ofan.

Þegar er komin af stað vinna við námsefni fyrir forstig námsgreinarinnar íslenska sem annað mál og er stefnan sú að unnið verði námsefni fyrir öll stigin á næstu árum.

Innleiðing breytinganna verður kynnt á næstu vikum, en breytingarnar hafa þegar tekið gildi.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla: íslenska sem annað mál, menningarfærni og fjölbreytni í skólastarfi

Stöðumat fyrir erlenda nemendur

Í gær tókst okkur loksins að halda námskeið um stöðumat erlendra nemenda, sem hefur staðið til að halda í rúmlega eitt og hálft ár.
Námskeiðið héldu fulltrúar úr stýrihópnum sem stóð að þýðingum efnisins og innleiðingu, þær Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Kolfinna Njálsdóttir frá Reykjanesbæ, Aneta Stanislawa Figlarska frá Árborg og Kristrún Sigurjónsdóttir frá Hafnarfirði.
Alls mættu 47 á námskeiðið frá grunnskólum Akureyrarbæjar og úr nærumhverfi bæjarins.
Námskeiðið heppnaðist mjög vel og voru námskeiðsgestir mjög ánægðir. Vonandi tekst okkur innleiða stöðumatið hér fyrir norðan á allra næstu vikum.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Stöðumat fyrir erlenda nemendur