Greinasafn fyrir flokkinn: 2017
Kjalnesingasaga
Borghildur Sigurðardóttir hefur gert útdrátt úr Kjalnesingasögu sem ég bað hana um að fá að setja hérna á vefinn. Hann er nú kominn undir flipann Aðlagað námsefni. Kærar þakkir Borghildur!
Góð aðstoð fyrir pólsku unglingana okkar
Emilia Mlynska hefur nú sett saman orðalista og útskýringar á hugtökum úr bókunum Lýðræði og tækni (bls. 4-18) og Styrjaldir og kreppa (bls. 42-61). Vonum að þessi góða vinna verði vel nýtt.
Á ferð um samfélag – pólskir orðalistar
Emilia Mlynska hefur útbúið orðalista með útskýringum á hugtökum á pólsku úr 4. og 5. kafla bókarinnar Á ferð um samfélag. Kærar þakkir Emilia! Orðalistana má skoða hér, 4. kafla og 5. kafla.
Nýtt fréttabréf
Nýtt fréttabréf hefur nú verið sent alls starfsfólks leik- og grunnskola á Akureyri. Það má einnig lesa hér
Verkefni – íslenska/arabíska
Tvö lítil verkefni um eintölu, fleirtölu og persónufornöfn þar sem ég fékk Ahmed til að þýða fyrir mig þessi hugtök á arabísku má sjá hér a) og b)
Frístundastyrkur – Dopłaty do zajęć organizowanych w czasie wolnym – Sport- and leisure subsidy – Pabalsts dalībai pulciņos un ārpusskolas nodarbībās bērniem
Frístundastyrkur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 er kr. 20.000.- fyrir börn og unglinga fædd frá árinu 2000, til og með 2011. Frístundastyrkinn er hægt að nota til að niðurgreiða æfingagjöld, tónlistar- og myndlistarnám, styttri námskeið og sumarbúðadvöl. Upplýsingar á íslensku, ensku, … Halda áfram að lesa
Nýtt verkefnahefti
Ég var að ljúka við nýtt verkefnahefti í íslensku fyrir nemendur sem eru búnir að ná svolítilli fótfestu. Hentar krökkum á mið- og unglingastigi. Ef einhverjir geta nýtt sér það er hægt að nálgast það hér
Ylfu-konur mættar á Amtsbókasafnið
Konur í Lionsklúbbnum Ylfu eru nú á Amtsbókasafninu á þriðjudögum á milli kl. 16:30 og 17:30 þar sem þær taka á móti fólki á öllum aldri sem vill aðstoð í íslensku. Þær hafa ákveðið að binda sig ekki við neinn … Halda áfram að lesa
Túlkalisti 2017
Zane á Alþjóðastofu var að senda mér uppfærðan túlkalista fyrir árið 2017. Hann má nálgast hér