Greinasafn fyrir flokkinn: 2017
Uppfærsla af heftinu Samantekt fyrir kennara
Nú þegar hef ég þurft að uppfæra heftið Samantekt fyrir kennara og nokkrir nýir hlekkir hafa bæst við af góðu efni sem ég gleymdi í fyrstu umferð. Þar má nefna þemaheftin Íslenska fyrir mig fyrir byrjendur og Söguskjóðuna fyrir eldri … Halda áfram að lesa
Að hverju þurfum við að huga?
Nú hef ég tekið saman ýmsar upplýsingar sem hafa verið hér og þar á þessum vef og komið þeim saman í eitt hefti sem ég vona að nýtist kennurum sem eru að fá nýja erlenda nemendur í bekkinn sinn. Helstu … Halda áfram að lesa
Upplýsingar um grunnskólana á tailensku
Nú erum við búin að fá þýðingu á helstu upplýsingum um grunnskólana á Akureyri á tailensku. Fyrr í sumar komu sömu upplýsingar á ensku og pólsku hér inn á síðuna. Tailenskuna má sjá hér
Upplýsingar um grunnskólana á pólsku
Nú eru helstu upplýsingar um grunnskóla Akureyrarbæjar komnar á pólsku. Þær má sjá hér
Pólskur orðalisti í þjóðfélagsfræði
Undir flipann Pólska er kominn íslensk-pólskur orðalisti úr þjóðfélagsfræði, unninn í grunnskólanum í Sandgerði.
Orðaforðalisti
Menntamálastofnun hefur gefið út Orðaforðalista, ætlaðan foreldrum og leikskólakennurum. Hann getur einnig nýst kennurum erlendra nemenda til að fylgjast með og efla íslenskan orðaforða þeirra. Listinn er rafrænn og hann má einnig prenta út. Fyrirhugað er að gefa út myndir … Halda áfram að lesa
Upplýsingar um grunnskólana og starf þeirra
Í vetur setti ég saman almennar upplýsingar um grunnskólana á Akureyri og ýmsa þætti í starfi þeirra. Var að klára að gera þetta aðgengilegt og hér er það komið á ensku og í júlí verður lokið við þýðingar á pólsku … Halda áfram að lesa
Viðbætur undir pólska flipanum
Ég hef verið að bæta við skjölum undir flipann Pólska. Þar eru nú komnir íslenskir – pólskir orðalistar og pólskar hugtakaskýringar við kafla þrjú til átta í bókinni Á ferð um samfélag. Það er Emilia Mlynska sem á heiðurinn af … Halda áfram að lesa
Myndir, orð og framburður
Einfaldur og góður vefur til þess að fá grunnorðaforða (nafnorða) og hlusta á réttan framburð. Hægt að skoða hér
Skýrsla skólaársins 2016-2017
Skýrslu um helstu verkefni á síðasta skólaári má lesa hér