Nú á vorönninni 2018 fer fram móðurmálskennsla í pólsku og arabísku á Akureyri. Allir eru ánægðir með að krakkarnir eigi nú loks kost á formlegri kennslu í móðurmáli sínu og þrói það og bæti við þekkingu sína í því, samhliða íslenskunámi.
Pólski sendiherann, Gerard Pokruszynski, kom í heimsókn með konu sinni, í tíma til pólskra nemenda, kennara þeirra og foreldra í byrjun mars. Anna, pólski kennarinn, hafði skipulagt kennslu sem allir gestir tóku þátt í og þetta var mjög skemmtileg stund. Gerard hafði auk þess með sér margar pólskar bækur sem munu eignast samastað innan grunnskóla bæjarins. Kærar þakkir fyrir okkur!
Móðurmálskennsla
Þessi færsla var birt undir 2018. Bókamerkja beinan tengil.