Konur í Lionsklúbbnum Ylfu eru nú á Amtsbókasafninu á þriðjudögum á milli kl. 16:30 og 17:30 þar sem þær taka á móti fólki á öllum aldri sem vill aðstoð í íslensku. Þær hafa ákveðið að binda sig ekki við neinn aldurshóp og þess vegna er þetta kjörið tækifæri fyrir foreldra til að mæta með börnum sínum – og læra saman. Þessi þjónusta er unnin í sjálfboðavinnu og notendum að kostnaðarlausu. Auglýsingar á pólsku og dönsku eru hér og einnig á ensku