Í upphafi hvers almanaksárs endurnýjast frístundastyrkur, bæði upphæð hans og þeir árgangar barna sem styrkurinn nær til. Fyrir árið 2020 hefur upphæðin verið ákveðin 40.000 krónur og það eru börn fædd á árunum 2003 – 2014 sem eiga rétt á nýtingu frístundastyrks. Hér eru upplýsingar um styrkinn uppfærðar á arabísku, ensku, lettnesku og pólsku.