Nú um áramót urðu breytingar á gjaldskrám grunnskólanna, bæði gjald fyrir frístund og fæði og frístundastyrkur sem árið 2019 er fyrir nemendur fædda á árabilinu 2002-2013 hefur hækkað upp í 35.000 krónur. Þessar breytingar hafa verið gerðar í skjölum á ensku, pólsku og tailensku, hér á vefnum, þar sem finna má upplýsingar um starf grunnskóla bæjarins.