Í byrjun október var kynnt ritsmíðakeppni meðal nemenda með íslensku sem annað mál í grunnskólum Akureyrar. Skilafrestur var til 31. október og nú er dómnefnd að fara yfir aðsent efni. Niðurstöður verða kynntar á Amtsbókasafninu næsta laugardag, 17. nóvember kl. 12:00.