Fimmtudaginn 6. sept. og föstudaginn 7. september var kennurum leik- og grunnskóla boðið upp á fræðslufund sem Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur, var með um börn sem hafa orðið fyrir áföllum af einhverju tagi. Hann ræddi um hvernig það getur lýst sér í skólastarfinu og hvernig kennarar geti sem best brugðist við.
Þátttaka var góð og alls mættu tæplega 60 kennarar til að hlusta á Guðbrand og gerðu góðan róm af umfjöllun hans.
Fræðslufundir um nemendur sem hafa upplifað áföll
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.