Í dag fór ég á Amtsbókasafnið með um 40 pólskar barna- og unglingabækur í frumskráningu. Þegar skráningu þeirra lýkur vænkast aðeins hagur pólskra nemenda okkar á Akureyri með að ná sér í lestrarefni á móðurmáli sínu. Þessar bækur eru allar gjöf frá pólska sendiráðinu.