Nú þegar hef ég þurft að uppfæra heftið Samantekt fyrir kennara og nokkrir nýir hlekkir hafa bæst við af góðu efni sem ég gleymdi í fyrstu umferð. Þar má nefna þemaheftin Íslenska fyrir mig fyrir byrjendur og Söguskjóðuna fyrir eldri nemendur og nýjan pólskan orðalista frá Emiliu Mlynska þar sem eru hugtakaskýringar á pólsku við Ljóð í tíunda. Allt nauðsynlegar viðbætur sem nú eru komnar inn í heftið á hlekknum hér fyrir neðan.