Ég hef verið að bæta við skjölum undir flipann Pólska. Þar eru nú komnir íslenskir – pólskir orðalistar og pólskar hugtakaskýringar við kafla þrjú til átta í bókinni Á ferð um samfélag. Það er Emilia Mlynska sem á heiðurinn af þessari góðu vinnu – og einnig þýðingu á upplýsingum vegna Reykjaferða 7. bekkinga sem einnig eru komnar undir sama flipa.