
Hér er að finna upplýsingar um frístundastarf á Akureyri í sumar.
Hér er að finna upplýsingar um frístundastarf á Akureyri í sumar.
Menntamálastofnun gaf á síðasta ári út hæfniramma í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla og hvetjum við starfsfólk í leikskólum sem starfa með fjöltyngdum börnum, sem og foreldra fjöltyngdra barna til að kynna sér þetta plagg (sjá hér)
Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs, þakka ég ánægjuleg kynni á ný liðnu ári.
Hlakka til samstarfs við ykkur öll á nýju ári.
Verið er að uppfæra heimasíðuna erlendir.akmennt.is um þessar mundir. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan janúar. Allt efni síðunnar er aðgengilegt á meðan á vinnunni stendur.
Á vefnum Nýbúar í Giljaskóla, sem smíðaður var af Bergmann Guðmundssyni í Giljaskóla og Hans Rúnari Snorrasyni er að finna bjargir og síður sem hægt er að nota til að aðstoða arabísku mælandi nemendur við að læra íslensku og hjálpa til við að skilja tungumálið betur. Við hvetjum foreldra, nemendur og kennara til að skoða þennan flotta vef.
Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á nokkrum köflum í aðalnámskrá grunnskóla er snúa að nemendum með annað mál en íslensku sem sitt sterkasta mál.
Mestu breytingarnar koma fram í kafla 19.3 íslenska sem annað mál. Hér eru lagðir fram þrepaskiptir hæfnirammar sem skipt er upp í 4 stig byggt á hæfni nemandans í íslensku, óháð aldri. Hæfniviðmið við lok 10.bekkjar hafa einnig verið sett fram fyrir þá nemendur sem ekki eru komnir það langt í íslenskunáminu sínu að hægt sé að meta þá eftir aldurstengdum viðmiðum. Hæfniviðmiðin koma fram í kafla 19.4.
Jafnframt hafa verið gerðar breytingar á almennum hluta aðalnámskrá, þar eru komnir 3 nýjir undirkaflar í 7. kafla.
Samhliða þessum breytingum hefur vefsíðan adalnamskra.is verið opnuð og er stefnan sú að síðan verði lifandi plagg með ýmsum verkfærum sem nýtast kennurum. Hvetjum við alla til að skoða síðuna sem er hlekkur á hér að ofan.
Þegar er komin af stað vinna við námsefni fyrir forstig námsgreinarinnar íslenska sem annað mál og er stefnan sú að unnið verði námsefni fyrir öll stigin á næstu árum.
Innleiðing breytinganna verður kynnt á næstu vikum, en breytingarnar hafa þegar tekið gildi.
Í gær tókst okkur loksins að halda námskeið um stöðumat erlendra nemenda, sem hefur staðið til að halda í rúmlega eitt og hálft ár.
Námskeiðið héldu fulltrúar úr stýrihópnum sem stóð að þýðingum efnisins og innleiðingu, þær Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Kolfinna Njálsdóttir frá Reykjanesbæ, Aneta Stanislawa Figlarska frá Árborg og Kristrún Sigurjónsdóttir frá Hafnarfirði.
Alls mættu 47 á námskeiðið frá grunnskólum Akureyrarbæjar og úr nærumhverfi bæjarins.
Námskeiðið heppnaðist mjög vel og voru námskeiðsgestir mjög ánægðir. Vonandi tekst okkur innleiða stöðumatið hér fyrir norðan á allra næstu vikum.
Lionsklúbburinn Ylfa býður erlendum börnum á grunnskólaaldri á Akureyri upp á lestraraðstoð alla þriðjudaga frá klukkan 16:30 til 17:30 á tímabilinu 19.október – 14.desember á Orðakaffi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Börnin þurfa að hafa með sér bækurnar/lesefnið sem þau þurfa aðstoð með.
Nú hefur staðið til að við hér á fræðslusviði að stæðum fyrir námskeiði um stöðumat erlendra nemenda á móðurmáli sínu. Vegna takmarkana á samkomuhaldi hefur námskeiðinu nú verið frestað nokkrum sinnum.
Nú vonum við að þetta takist hjá okkur í þetta skiptið. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri í stofu M 101 frá kl. 11-15:30 þriðjudaginn 9.nóvember.
Skólastjórnendur hafa fengið upplýsingar um þetta mikilvæga námskeið fyrir kennara – en best er að fjórir til fimm komi frá hverjum skóla.
Það eru kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg sem hafa þýtt efnið úr sænsku og kynna notkun þess.
Í mars árið 2020 stóð til að við hér á fræðslusviði stæðum fyrir námskeiði um stöðumat erlendra nemenda á móðurmáli sínu. Vegna takmarkana á samkomuhaldi hefur námskeiðinu nú verið frestað enn einu sinni, en drög að nýrri dagsetningu hefur verið sett niður en það er 9. nóvember n.k. Skólastjórnendur munu fá upplýsingar um þetta mikilvæga námskeið fyrir kennara sendar aftur á næstu vikum – en best er að fjórir til fimm komi frá hverjum skóla.
Það eru kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg sem hafa þýtt efnið úr sænsku og munu kynna notkun þess.