Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Myndaorðabækur á ýmsum málum

Á norsku síðunni Tema Morsmål  má m.a. finna myndaorðabækur á ýmsum tungumálum. Íslenska er því miður ekki þar á meðal en mörg móðurmál nemenda okkar, s.s. pólska, tailenska, arabíska, rússneska o.fl. Góð síða til að heimsækja og tengja hugtök og … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Myndaorðabækur á ýmsum málum

Fögnum íslensku sem öðru tungumáli

Mánudaginn 7. maí n.k. mun Ísbrú, Félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál, standa fyrir málþingi í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi, þar sem fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, sveitarfélögum, Háskóla Íslands, Menntamálastofnun og víðar að, munu … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fögnum íslensku sem öðru tungumáli

Íslensk-pólsk hugtök

Þökk sé Emiliu Mlynska hefur enn bæst við hugtakalistann undir flipann pólska hér til hægri á síðunni, bæði nokkur fyrirmæli sem kennarar geta nýtt sér í samskiptum í bekk og hugtakaskýringar 10. kafla bókarinnar Á ferð um samfélag.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Íslensk-pólsk hugtök

Pólskar bækur komnar í skráningu

Í dag fór ég á Amtsbókasafnið með um 40 pólskar barna- og unglingabækur í frumskráningu. Þegar skráningu þeirra lýkur vænkast aðeins hagur pólskra nemenda okkar á Akureyri með að ná sér í lestrarefni á móðurmáli sínu. Þessar bækur eru allar … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Pólskar bækur komnar í skráningu

Bækur á erlendum tungumálum

Í gær fékk ég senda slóð að netbókabúð sem kennarar hafa góða reynslu af og hafa verslað við. Þar er hægt að leita að bókum sem hæfa tilteknum aldri nemenda, leita eftir efnisflokkum og fleiru. Slóðin er hér

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Bækur á erlendum tungumálum

Er fyrsta lóan nokkuð komin?

Síðast í mars heyrum við það gjarnan í fréttum að fyrsta lóan sé komin. Flestar koma þær þó í aprílmánuði og fram í maí. Í tilefni af gróanda og komu farfuglanna er hér eitt lítið íslenskuverkefni um lóuna. Munum líka … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Er fyrsta lóan nokkuð komin?

Eitt lítið verkefni

Set hér eitt lítið verkefni sem ég var að gera – þarf bara að plasta og klippa út. Markmið: Að auka tilfinningu nemenda fyrir uppbyggingu setninga og orðaröð. Lesa og ræða, gera verkefni og hugsanlega nota sem sóknarskrift.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Eitt lítið verkefni

Á ferð um samfélag

Nú voru að bætast við pólskar hugtakaskýringar úr kafla tvö úr bókinni Á ferð um samfélag. Eins og áður þökkum við Emiliu Mlynska fyrir þessa ómissandi aðstoð. Hugtakalista 2. kafla má sjá hér og hann er líka kominn undir flipann … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Á ferð um samfélag

Móðurmálskennsla

Nú á vorönninni 2018 fer fram móðurmálskennsla í pólsku og arabísku á Akureyri. Allir eru ánægðir með að krakkarnir eigi nú loks kost á formlegri kennslu í móðurmáli sínu og þrói það og bæti við þekkingu sína í því, samhliða … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Móðurmálskennsla

Viðbót við pólsk-íslenska hugtakalista: Á ferð um samfélag

Enn hefur Emilia Mlynska bætt við  hugtakalista á pólsku og íslensku, nú 1. kafla úr bókinni Á ferð um samfélag. Listann má sjá hér og einnig er hann kominn undir flipann pólska – hér til hægri á vefnum. Takk Emilia!

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Viðbót við pólsk-íslenska hugtakalista: Á ferð um samfélag